Ferjan sem landpóstur í Flatey

Starfsemi pósthússins í Flatey hefur verið hætt, en umsvif þar ...
Starfsemi pósthússins í Flatey hefur verið hætt, en umsvif þar hafa ekki verið mikil.

Afgreiðslu Póstsins í Flatey á Breiðafirði var lokað um síðustu mánaðamót og er sú breyting liður í nauðsynlegri hagræðingu í rekstri Íslandspósts. Í Flatey þjónar ferjan Baldur sem landpóstur hér eftir.

Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, segir að afgreiðslunni í Flatey hafi verið lokað þar sem umsvif hafi verið lítil og starfsemin þar engan veginn staðið undir sér. Lengi hafi verið tilefni til að loka, en látið var verða af því núna þegar afgreiðslustjórinn lætur af störfum vegna aldurs.

Í Flatey verða útburðar- og móttökumál leyst með þeim hætti að póstkassar hafa verið settir upp við bryggjuna og þjónar Breiðafjarðarferjan Baldur Flateyingum sem landpóstur.

Tvær fjölskyldur búa í Flatey allt árið, en fólk er í flestum húsum yfir sumarið. Talsvert er um ferðamenn í Flatey og hafa þeir gjarnan fengið póststimpil í eynni, en héðan í frá verður póstur stimplaður um borð í Baldri.

Ingimundur segir að Íslandspóstur hafi lokað afgreiðslum á nokkrum stöðum á undanförnum árum og tekið upp samstarf við rekstraraðila á öðrum stöðum, þar sem tilefni hefur verið til. Fyrirtækið sé stöðugt með í endurmati hvar þörf sé á rekstri pósthúsa eða -afgreiðslna.

Póstafgreiðsla á hjólum

„Við höfum tekið upp póstafgreiðslu á hjólum í auknum mæli með landpóstunum,“ segir Ingimundur. „Það er okkar mat og við heyrum ekki annað frá viðskiptavinum en að þjónustan hafi í flestum tilvikum batnað með þessum breytingum.

Hlutverk landpóstanna, þar sem ekki eru afgreiðslur, er að taka á móti sendingum og skila heim á bæi. Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel, til dæmis á Borgarfirði eystra, í Eyjafirði og víðar um land,“ segir Ingimundur.

Langflestir bæir á Íslandi njóta þjónustu Póstsins fimm daga vikunnar. Frá því er þó 81 undantekning þar sem þjónustan er þrjá daga í viku og eru undantekningarnar einkum á Barðaströnd, í Arnarfirði, Inn-Djúpi, á Ströndum, í Grímsey og á Möðrudal.

Í hnotskurn
» Tvær fjölskyldur búa í Flatey á Breiðafirði árið um kring en yfir sumarið fjölgar íbúum allverulega.
» Flatey er vinsæll áningarstaður ferðamanna á sumrin en nú verða þeir að fá póstinn stimplaðan um borð í Baldri.
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Fjöldi heilabilaðra mun tvöfaldast

07:37 „Það er stórkostlegur áfangi að fá loksins stefnu í þessum málaflokki, þannig að hægt sé að fara að vinna eftir henni. Vonandi verður mótuð aðgerðaráætlun og farið af alvöru í þennan málaflokk sem er svo brýnn,“ segir Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna. Meira »

Jómfrúarferð Herjólfs í Landeyjahöfn

07:00 Herjólfur IV sigldi í fyrsta sinn í Landeyjahöfn á föstudag og gekk siglingin eins og áætlanir gerðu ráð fyrir.   Meira »

Hitinn víða yfir 20 stig

06:36 Útlit er fyrir svipað veður næstu tvo daga og líklegt að hiti fari víða yfir 20 stig á austurhelmingi landsins, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Þreyttir á virðingarleysi áhrifavalda

06:30 Íslendingar eru orðnir þreyttir á virðingarleysi áhrifavalda á Instagram en yfir 10 milljónir mynda hafa birst á samfélagsmiðlinum frá Íslandi, segir í frétt BBC. Þar segir að Ísland sé vinsæll áfangastaður þeirra sem vilja ná fullkominni mynd. Meira »

Þrír í haldi vegna heimilisofbeldis

05:58 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá grunaða um heimilisofbeldi og eru þeir vistaðir í fangageymslum lögreglunnar.   Meira »

Aðeins fimm dómar hafa fyrnst í ár

05:30 Aðeins fimm óskilorðsbundnir dómar hafa fyrnst það sem af er ári en á síðustu árum hafa um 30 dómar fyrnst árlega.  Meira »

SAS flýgur til Íslands eftir áætlun

05:30 SAS mun fljúga í dag frá Kaupmannahöfn og Ósló til Keflavíkurflugvallar samkvæmt áætlun. Afgreiðslutímar hafa verið staðfestir, samkvæmt upplýsingum Isavia. Meira »

Kjöt selst í mun meiri mæli

05:30 Mun meira kjöt hefur selst í sumar en í fyrrasumar hjá Kjötsmiðjunni. Mest af kjötinu er íslenskt lambakjöt og söluaukning er einnig til staðar á nautakjöti, sem er innflutt að mestu. Þetta segir Sigurður V. Gunnarsson, forstjóri Kjötsmiðjunnar. Meira »

Mikil vanlíðan í Hagaskóla

05:30 „Á meðan nemendur mínir sitja of margir í litlum loftgæðum og Vinnueftirlitið hefur gefið Reykjavíkurborg frest til 1. október til að bæta úr litlum loftgæðum í átta stofum skólans er fé borgarinnar varið í mathallir og bragga.“ Meira »

Titringur á íbúðamarkaði

05:30 Sérfræðingar hjá Landsbankanum og Íslandsbanka telja að vegna breyttrar stöðu efnahagsmála þurfi mögulega að endurmeta væntingar um söluverð lúxusíbúða í miðborg Reykjavíkur. Vísbendingar séu um að markaðurinn sé mettaður. Meira »

Sala á viftum margfaldast vegna lúsmýs

05:30 Sala á borðviftum hefur margfaldast í sumar, miðað við fyrri ár. Ekki er það eingöngu hitinn sem veldur heldur hræðsla við hið alræmda lúsmý. Meira »

Sýn braut ekki gegn fjölmiðlalögum

Í gær, 23:45 Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sýn hafi ekki brotið gegn fjölmiðlalögum.  Meira »

Verði tekinn af skrá yfir heiðursfélaga

Í gær, 23:25 Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt, hefur sent Lögmannafélagi Íslands bréf þar sem hann óskar þess að nafn hans verði tekið af skrá yfir heiðursfélaga. Meira »

Erfiðir tímar án Jóns Þrastar

Í gær, 23:00 Jana Guðjónsdóttir, unnusta Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf sporlaust í Dublin á Írlandi í febrúar, biðlaði til áhorfenda sjónvarpsþáttarins Crimecall í kvöld að láta lögregluna vita ef þeir hafa einhverjar upplýsingar sem tengjast hvarfi hans. „Ég sakna hans svo mikið,“ sagði hún grátandi. Meira »

Nýr seðlabankastjóri skipaður í júlí

Í gær, 22:23 Gengið verður frá skipan nýs seðlabankastjóra í næsta mánuði, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.  Meira »

Segir úttektina ekki gefa falleinkunn

Í gær, 22:10 „Hér er verið að innleiða þessu nýju lög eins og hjá öðrum sveitarfélögum á landinu. Ég lít ekki á þetta sem áfellisdóm eða falleinkunn heldur leiðbeinandi álit,“ segir bæjarstjóri Hveragerðis um úttekt gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar á þjónustu við fatlað fólk í bænum. Meira »

Skýrsla um Íslandspóst kynnt á morgun

Í gær, 21:50 Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður kynnt á sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í fyrramáli Meira »

„Þyrfti þá að læra íslensku“

Í gær, 21:00 Prestekla er viðvarandi vandamál í ystu byggðum Noregs. Gabriel Are Sandnes var beðinn að þiggja brauðið í Gamvik í nokkrar vikur þrátt fyrir að vera löngu farinn á eftirlaun. Hann ræddi við mbl.is um sorgina á hjara veraldar, þverrandi kirkjusókn og spíritisma. Meira »

Búast við einstakri stemningu

Í gær, 20:51 Þeir lofa skemmtun, stuði, óvæntum uppákomum og tónlist af bestu sort í Laugardalshöll annað kvöld. Fjórmenningarnir í Duran Duran eru hingað komnir til að halda tónleika og hlakka til að skemmta íslenskum aðdáendum sínum og rifja upp að á fyrri tónleikum sínum hér hafi verið einstök stemning. Meira »
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 24000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...