Óskiljanleg ákvörðun stjórnvalda

Eiríkur Bergmann Einarsson.
Eiríkur Bergmann Einarsson.

Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur segir Breta hafa unnið fullnaðarsigur í Icesave deilunni. Hann segir að það sé óskiljanlegt að íslensk stjórnvöld hafi samþykkt að skuldbinda þjóðina á klafa skulda sem augljóslega séu á ábyrgð þeirra Alistair Darlings, fjármálaráðherra Bretlands, og Gordons Browns forsætisráðherra.

Eiríkur bendir á á bloggsíðu sinni að þetta sé ekki aðeins lagalegt álitamál, heldur pólitískt. Alþjóðastjórnmál lúti öðrum lögmálum heldur en innalandsstjórnmál og þjóðarréttur sé mun loðnara fyrirbæri en landsréttur.

„Athygli vekur að Íslendingar bera alla áhættuna en Bretar ganga frá samningaborðinu með bæði axlabönd og belti. Eins og ég hef áður sagt á þessum vettvangi og víðar þá fengu íslensk stjórnvöld gullið tækifæri til að varpa ábyrgðum á Icesave-skuldunum yfir á bresk stjórnvöld um leið og þau beittu okkur hryðjuverkalögum og frystu eignir bankans í Bretlandi. Sem var auðvitað kolólögleg aðgerð, þverbrýtur til að mynda EES-samninginn og fleiri alþjóðalög,“ skrifar Eiríkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert