Berja í búsháhöld fyrir framan þinghúsið

Mómælt við þinghúsið.
Mómælt við þinghúsið. mbl.is/Kristinn

Mótmælendum hefur fjölgað fyrir framan Alþingishúsið, en blaðamaður á vettvangi áætlar að um 400 manns berji nú í potta og pönnur. Fólk streymir að. Fámennur hópur fólks slær nú í veggi og glugga þinghússins með flötum lófum. Lögreglan fylgist með. Innandyra eru þingpallarnir þétt setnir.

Nokkrir mótmælendur halda á mótmælaskiltum. Á einu þeirra stendur „Icesave vextir = 200 þúsund tonn af þorski árlega!!!“. Á öðru stendur „Eftir 15 ár verður Icesave komið í 1000 milljarða og einn ógreitt“.

Hópur, sem stendur fyrir síðu gegn Icesave-samningunum á samskiptavefnum Facebook, stendur fyrir mótmælunum.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, mun flytja Alþingi skýrslu um samningana síðdegis.

Fjölmenni hefur nú safnast saman á Austurvelli við þinghúsið.
Fjölmenni hefur nú safnast saman á Austurvelli við þinghúsið. mbl.is/Kristinn
Fjölmenni hefur safnast saman á Austurvelli við Alþingishúsið.
Fjölmenni hefur safnast saman á Austurvelli við Alþingishúsið. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina