Margir skrá sig gegn Icesave

Yfir 11.300 manns hafa nú skráð sig í hóp á Facebook samskiptavefnum gegn Icesave-samningunum, sem kynntir voru um  helgina. Hópurinn var stofnaður á föstudag.

Á síðunni segir m.a. að ríkisstjórn Íslands hafi nú svo gott sem lagt blessun sína yfir það, að fallist verði á kröfur breskra og hollenskra stjórnvalda í málinu. „Það er ekki gert í okkar nafni. Við neitum að borga skuldir sem við berum ekki ábyrgð á. Við krefjumst þess að málið verði leitt til lykta fyrir þar til bærum hlutlausum dómstóli," segir m.a.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, mun flytja skýrslu um Icesave-samningana á Alþingi síðdegis.

mbl.is