N1 og Olís lækka einnig

Bæði N1 og Olís hafa lækkað verð á bensíni um 12,50 krónur lítrann eins og Skeljungur gerði fyrr í dag. Viðurkenna olíufélögin, að ekki hafi verið forsendur til að hækka verðið strax og Alþingi samþykkti að hækka bensíngjald um 10 krónur. 

Í tilkynningu frá N1 segir, að í dag hafi verið upplýst, að túlkun á því hvernig hækkun eldsneytisgjalda skyldi innheimt, hafi verið röng. 

Segist félagið harma, að oftekinn bensínskattur skuli hafa lent á almenningi með þessum hætti. Slík mistök séu afar óheppileg því álagning á eldsneyti sé nóg samt.

N1 hefur látið reikna heildarupphæð ofteknu gjaldanna sem eru í kringum níu milljónir króna. Sú upphæð verður á næstu dögum afhent til fjögurra ólíkra góðgerðarsamtaka: Hagsmunasamtaka heimilanna, Umhyggju, Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálparinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert