Fjölgar á Austurvelli

Klukkan fjögur var kominn dágóður hópur af mótmælendum á Austurvöll.
Klukkan fjögur var kominn dágóður hópur af mótmælendum á Austurvöll. mbl.is/Kristinn

Boðað var til mótmæla gegn Icesave-samningnum á Austurvelli í dag klukkan þrjú. Í fyrstu voru fleiri útsendarar fjölmiðla en mótmælendur en um klukkan fjögur voru komnir tæplega hundrað mótmælendur.

Útsendari mbl.is sagði að mótmælendurnir virtust vera eldri en þeir sem mættu í gær. Nokkrir voru grímuklæddir og einhverjir hófu að berja Alþingishúsið að utan en lögreglan mun hafa stöðvað það án þess að til vandræða eða ryskinga kæmi.

 Klukkan rúmlega fjögur fór síðan aftur að fækka í hópnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina