Tilkynntu um lausn í haust

Árni M. Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra.
Árni M. Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra. mbl.is/Ómar

Hinn 11. október 2008 var skýrt frá því á vef fjármálaráðuneytisins að það hefði náðst „samkomulag milli Hollands og Íslands um Icesave“.

Í fréttinni segir að Árni M. Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, og Wouter Bos, hollenskur starfsbróðir hans, hefðu tilkynnt þetta. Árni bætti við að „aðalatriðið væri að málið væri nú leyst“.

Samkomulagið miðaði við að Hollendingar myndu lána íslenska ríkinu fyrir sínum hluta af Icesave-skuldbindingunum til tíu ára á 6,7 prósent vöxtum. Sama dag var birt „sameiginleg yfirlýsing“ fulltrúa Íslands og Bretlands. Þar stendur: „Verulegur árangur náðist um meginatriði fyrirkomulags sem miðar að því að flýta fyrir greiðslum til sparifjáreigenda Icesave.“ Heimildir herma að það fyrirkomulag hafi átt að innihalda sömu lánskjör.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert