Vill að ríkissaksóknari víki

Eva Joly.
Eva Joly. mbl.is/Ómar

Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara, segir við Ríkisútvarpið, að  rannsókn á efnahagshruninu muni leiða til lítils geri stjórnvöld ekki tvær grundvallarbreytingar. Annars vegar verði Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari, að víkja vegna fjölskyldutengsla sem gera hann vanhæfan og hins vegar verði að stórefla embætti sérstaks saksóknara.

Rætt verður við Joly í Kastljósinu í kvöld. Sigurður, sonur Valtýs er forstjóri Exista.

Haft er eftir Joly á vef RÚV að ráða þurfi þrjá saksóknara til viðbótar, einn fyrir hvern banka, og að auki bæði endurskoðendur og fleiri erlenda sérfræðinga.

Þá segist Joly ekki geta starfað áfram að óbreyttu. Hún hafi komið hér til starfa til að leggja þessari gríðarmikilvægu rannsókn lið, en nú virðist sem viljann skorti til að framkvæma hana af þeim krafti sem þurfi til að upplýsa stærstu málin og draga þá sem ábyrgir eru fyrir dóm. 

mbl.is

Bloggað um fréttina