Falið að ræða við Framsókn

Gunnar Birgisson gerði á fundinum í kvöld grein fyrir stöðu …
Gunnar Birgisson gerði á fundinum í kvöld grein fyrir stöðu mála. mbl.is/Golli

Niðurstaða fundar fulltrúaráðs Sjálfstæðismanna í Kópavogi í kvöld var sú að fela Gunnari Birgissyni, bæjarstjóra, og bæjarfulltrúum flokksins að ræða við Framsóknarflokkinn um möguleika á áframhaldandi samstarfi flokkanna út kjörtímabilið. Visað var til farsæls samstarfs flokkanna.

Nýr fulltrúaráðsfundur verði þá boðaður þegar niðurstaða er fengin í þeim viðræðum.

Gunnar segir, að boð hans um að stíga til hliðar sem bæjarstjóri geti staðið þótt aðstæður hafi breyst og málið skýrst. 

Gunnar fékk mikinn stuðning á fundinum í kvöld. Boðað var til fundarins  til að ræða stöðu mála eftir að Framsóknarflokkurinn krafðist þess í síðustu viku að Gunnar viki vegna upplýsinga, sem komu fram um viðskipti Kópavogsbæjar við fyrirtæki dóttur hans, Frjálsa miðlun.

mbl.is