Nokkrir handteknir

Lögreglumenn ræða við Heiðu B. Heiðars, skömmu áður en hún …
Lögreglumenn ræða við Heiðu B. Heiðars, skömmu áður en hún var handtekin. mbl.is

Fáeinir mótmælendur voru handteknir fyrir utan Alþingishúsið í dag, þar á meðal Heiða B. Heiðars, sem var ofarlega á lista Borgarahreyfingarinnar í Reykjavík norður fyrir kosningarnr til Alþingis í vor. Fólkið á Austurvelli var að mótmæla Icesave-samningnum.

Þetta kemur fram á bloggsíðu Friðriks Þórs Guðmundssonar, www.lillo.blog.is

Fólkið var handtekið, segir Friðrik Þór, fyrir það að setjast á götuna fyrir framan þinghúsið og neita að standa upp að fyrirmælum lögreglunnar. Þó var engin bílaumferð í gangi sem heitið getur og engir bílar að bíða þegar handtakan fór fram, segir á bloggsíðu Friðriks Þórs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert