Gáfaðir útrásarvíkingar og einleikur á bjöllu

Forseti Alþingis sýndi óvanaleg tilþrif í  undirleik á bjöllu þegar formaður Framsóknarflokksins ætlaði að ræða fundarstjórn forseta og hefja lestur upp úr Fréttablaðinu.

Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins útskýrði fyrir þingheimi hvað fælist í óvissunni varðandi Icessave samkomulagið og lánshæfismat Íslands og sagði þar meðal annars að útrásarvíkingarnir hefðu aldrei verið svo vitlausir að sækja sér ekki ráðgjafa. ,,Efnahagsráðgjafa,” kölluðu þá þingmenn og hlógu mikið.

Álfheiður Ingadóttir hafði sagt að yfirlýsingar Íslands um að þjóðin myndi axla ábyrgð á Icesave reikningunum hefðu haft áhrif á lánshæfismat landsins. Þannig geti óvissan haft áhrif en núna sé henni eytt.

Tryggvi telur hinsvegar að óvissuþætir í samkomulaginu hafi áhrif á lánshæfismatið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert