Heyjum á ný sjálfstæðisbaráttu

Austurvöllur skartaði sínu fegursta þegar hátíðarhöld vegna 17. júní hófust ...
Austurvöllur skartaði sínu fegursta þegar hátíðarhöld vegna 17. júní hófust þar. mbl.is/Eggert

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í ávarpi á Austurvelli í dag, að Íslendinga heyi á ný mikla sjálfstæðisbaráttu.

„Á þessum stað fyrir 65 árum var staðfestur sigur Íslands sem fullvalda og sjálfstæðrar þjóðar. Sjálfstæðisbaráttunni var þó ekki lokið þann dag og margir fleiri sigrar, sem eflt hafa sjálfstæði okkar, hafa unnist síðan þá... Sú barátta heldur áfram og segja má að í dag, þann 17. júní árið 2009 heyjum við á ný mikla sjálfstæðisbaráttu. Baráttu, sem engan hafði órað fyrir að við stæðum andspænis," sagði Jóhanna.

Sagði Jóhanna, að þessi sjálfstæðisbarátta snúist að verulegu leyti um hvernig Íslendingar þrói samskiptin við aðrar þjóðir og hvernig þeir nái að byggja upp samstöðu og sátt í því uppbyggingarstarfi, sem framundan er. 

„Íslenskir útrásarvíkingar höfðu farið víða um í miklum græðgis- og óhófsham og skilið eftir sig rústir, ekki einungis hér á landi heldur einnig  í öðrum löndum. Stjórnvöld og eftirlitsstofnanir okkar sýndu við þessar aðstæður of mikið andvaraleysi. Afleiðingarnar fyrir atvinnulífið og heimilin í landinu þekkja allir... Ágirnd villti okkur sýn um stund og olli blindri trú á meinta snilli okkar í að kaupa og selja verðbréf og eignir víða um heim. Við gengum of hratt fram og við gengum fram af mörgum okkar mestu og bestu vinaþjóðum. Við verðum að endurvinna traust þeirra og virðingu og ég hef þá trú að okkur sé að takast það," sagði Jóhanna.

Jóhanna sagði að þær ákvarðanir, sem stjórnvöld þyrftu nú að taka væru flestar erfiðari og þungbærari en orð fái lýst. Þannig væri sú ákvörðun að ganga til samninga vegna Icesave-reikninganna væri afar erfið en óhjákvæmilegt. Ef skuldbindingunni hefði verið hafnað einhliða hefði verið raunveruleg hætta á að Ísland einangraðist á alþjóðavettvangi, markaðir myndu lokast og lánamöguleikar yrðu að engu. Slíkt myndi valda almenningi og atvinnulífinu ófyrirsjáanlegum skaða til frambúðar.  Jóhanna sagði fráleitt, að samningarnir skerði fullveldi þjóðarinnar eða umráðarétt hennar yfir auðlindunum, eins og sumir héldu fram.

Þá sagði Jóhanna, að Íslendingar yrðu nú sem aldrei fyrr að vera raunsæir og takast á við þá erfiðleika sem við blöstu af festu og samhug. „Næsta ár verður okkur erfiðara en mörg ár á undan og við munum öll finna fyrir því, með einum eða öðrum hætti, því miður. Hver og einn hefur hlutverki að gegna í því uppbyggingarstarfi sem framundan er. Hér er framtíð barna og ungmenna í húfi  og þar með framtíð lands okkar og sjálfstæðis," sagði Jóhanna. „Við verðum að vekja og efla jákvæða sýn á þau tækifæri sem hér bjóðast. Við veðrum að koma í veg fyrir að við missum frá okkur þann mikla mannauð, sem býr í okkur sjálfum og afkomendum okkar."

Ræða forsætisráðherra.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lagði blómsveig að minnismerki Jóns ...
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lagði blómsveig að minnismerki Jóns Sigurðssonar. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Taldi viðskiptin vera innan heimilda

15:13 „Mitt aðalstarf var stýring erlendra hlutabréfa,“ sagði Valgarð Már Valgarðsson, einn ákærðra í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis. Hann kom þó einnig að nokkru leyti að viðskiptum deildar eigin viðskipta Glitnis með hlutabréf í bankanum sjálfum og fyrir það er hann ákærður. Meira »

Varðveisla sönnunargagna í beinni

14:53 Fundað verður í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í dag um varðveislu sönnunargagna í sakamálum. Fundurinn hefst klukkan 15:00 og verður steymt beint hér á mbl.is. Meira »

Skúli gefur kost á sér í 3ja sæti

14:24 Skúli Helgason gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar sem fram fer 10. febrúar næstkomandi. Skúli hefur verið borgarfulltrúi í eitt kjörtímabil og hefur stýrt skóla- og frístundamálum á þeim tíma. Meira »

Líkfundur í Öræfum

14:01 Látinn maður fannst við Sandfell í Öræfum um hádegisbil í dag. Það voru björgunarsveitarmenn í Öræfum sem fundu manninn, en þær höfðu verið kallaðar til þegar farið var að grennslast fyrir um ástæður þess að bifreið hafði staðið mannlaus. Meira »

Uppbygging á Kringlureit á næstu árum

13:50 Í dag skrifuðu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson forstjóri Reita undir viljayfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Reita um uppbyggingu á Kringlureitnum og verður það umfangsmesta uppbygging á svæðinu frá því verslunarmiðstöðin Kringlan var opnuð árið 1987. Meira »

Vill Árna Pál í Brexit-málið

13:46 Björn Valur Gíslason, fyrrverandi varaformaður og þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, leggur það til á vefsíðu sinni að Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, verði fenginn til liðs við stjórnvöld vegna hagsmunagæslu Íslands í tengslum við fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Meira »

Vegurinn um Súðavíkurhlíð opinn

13:24 Hálka eða snjóþekja á vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Búið er að opna veginn um Súðavíkurhlíð og unnið er að mokstri í Ísafjarðardjúpi. Meira »

Varar við tjörublæðingum

13:33 Vegagerðin varar við tjörublæðingum á leiðinni á milli Jökulsárlóns og Hafnar í Hornafirði. Þetta kemur fram á vefsíðu hennar í dag. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag þar sem rætt er við Rafn Harðarson, vörubílstjóri hjá flutningsfyrirtækinu Sigga danska ehf. Meira »

Guðni flutti ávarp á sænsku

13:23 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók til máls á sænsku þegar hann ávarpaði gesti í sænsku konungshöllinni nú rétt í þessu. Sýnt var frá ávarpinu beint á vef konungshallarinnar. Meira »

Guðni í beinni frá konungshöllinni

13:03 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Karl Gústaf Svíakonungur, ávarpa gesti í sænsku konungshöllinni í dag og má hér fylgjast með útsendingu af viðburðinum. Meira »

Réttmæt gagnrýni Landspítalans

12:41 „Ég held að menn læri af þessu og reyni að bæta sig en við þurfum alltaf að vera viðbúin því að hlutirnir gangi aldrei alveg 100% eins og við vildum hafa þá,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Meira »

Beið í fimm ár eftir ákæru

12:20 Pétur Jónasson, fyrrum starfsmaður eigin viðskipta hjá Glitni, er ákærður fyrir markaðsmisnotkun vegna viðskipta með hlutabréf í bankanum. Hann segist telja að viðskipti bankans með eigin bréf hafi verið í hagnaðarskyni. Það hafi verið honum persónulega þungbært hversu lengi málið hefur dregist. Meira »

16 ára reyndi að villa um fyrir lögreglu

11:53 Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af í fyrrinótt reyndist ekki vera nema sextán ára gamall og því ökuréttindalaus. Stráksi reyndi fyrst að villa um fyrir lögreglu með því að veita rangar upplýsingar um sig, en bílinn sem hann ók hafði hann jafnframt tekið ófrjálsri hendi. Meira »

Endaði bílferðina inni í garði

11:36 Bíll valt í Keflavík í gærkvöld þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í hálku og lenti á steinsteypustöpli girðingar með þeim afleiðingum að bíllinn valt á hliðina. Áður hafði önnur bifreið hafnað inni í garði í Njarðvík og þurfti dráttarbíl til að fjarlægja bílinn úr garðinum. Meira »

Sigríður fer fram á Seltjarnarnesi

10:44 Sigríður Sigmarsdóttir, varaformaður Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, gefur kost á sér í 3. sæti lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi í prófkjöri þann 20. janúar næstkomandi. Meira »

„Ég var aldrei að fela neitt“

11:41 Jónas Guðmundsson, sem ákærður er fyrir markaðsmisnotkun segir að hann hafi verið starfsmaður á plani hjá Glitni og sem slíkur ekki haft verulega fjárhagslega hagsmuni af þeirri meintu markaðsmisnotkun sem ákært er fyrir. Meira »

Boðið að búa með öldruðum

10:52 Háskólanemum stendur nú til boða að taka þátt í tilraunaverkefni á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar sem snýst um að leigja íbúð í þjónustukjarna fyrir aldraða sem staðsettur er miðsvæðis í Reykjavík en birt hefur verið auglýsing þess efnis. Meira »

Íbúar sjóði vatnið í Norðfirði

10:44 Fjöldi jarðvegsgerla hefur greinst yfir viðmiðunarmörkum neysluvatnsreglugerðar í neysluvatni Norðfirðinga.  Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Flugskýli til leigu
Flugskýli til leigu Nú er úti norðanél nú er Esjan hvít sem mél Ef að ég ættii ú...
Eldtraustur peningaskápur til sölu.
Penigaskápur með nýum talnalás, tegund VICTOR . breidd,58cm,,hæð,99cm,,dýpt,6...
Ræstingavagn
Til sölu 2 Ræstingavagnar fást báðir fyrir kr: 8,900,- Voru keyptir hjá Rekstrar...
 
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og ka...