Mótmæli á Austurvelli

Mótmælendur með skilti.
Mótmælendur með skilti. mbl.is/Eggert

Nokkrir mótmælendur mættu með skilti niður á Austurvöll í morgun. Trufluðu þeir nokkuð ræðu forsætisráðherra með hrópum og köllum. Lögregla segir þó allt fara vel fram.

Lögreglan hafði undirbúið sig fyrir mótmæli og var Austurvöllur vel mannaður. Stóð lögreglan allt í kringum aðalsvæði vallarins og hafði vakandi auga með öllu. Sagði hún að fólk hefði hagað sér vel og enginn hefði verið læti þótt eitthvað hefði verið um framíköll.

mbl.is

Bloggað um fréttina