Þjóðfundur við Hólmatún

Mikill umferð hefur verið um götuna Hólmatún á Álftanesi sem er friðsælt einbýlishúsahverfi alla jafna og þar er stöðugur straumur af forvitnum áhorfendum eftir að fyrrum íbúi við götuna ákvað að nota þjóðhátíðardaginn til að rífa fyrrum heimili sitt með gröfu og grafa bílinn sinn í jörð. Þetta gerði hann  eftir að bankinn hafði eignast húsið á nauðungaruppboði.

Í gær þurfti lögregla að loka götunni til að verktakar á lóð hússins fengju vinnufrið.

Strax í kjölfar atburðarins dreif að fólk til að skoða vettvanginn og tala saman. Þórdís Árnadóttir og Ester Bjarnadóttir, nágrannar mannsins segja að flestir hafi haft mikla samúð með manninum eða þótt hann vera ,,djöfuls snillingur." að sýna hvað hann væri reiður bankanum.

Þórdís kom akandi heim til sín eftir sautjánda júní skemmtun og segir þó að sér hafi brugðið mikið í brún að sjá nágrannann vera að rífa húsið sitt með gröfu. Þær segja að það megi segja að hann sé hetja í hverfinu í dag, en samt ekki. Þetta sé ekki beint það sem fólk vilji að gerist í næsta nágrenni við sig.

Hans frá Hollandi var að skoða staðinn og taka myndir. Hann sagðist vera ánægður með framtakið og að hann væri sammála því. Nágrannar voru hinsvegar mjög slegnir. Unnur Björnsdóttir segist hafa heyrt mikinn skjálfta og drunur og í kjölfarið farið út og séð hvað var að gerast. Hún sagði þetta aðallega sorglegt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert