Kynna mögulegan sáttmála

Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg.
Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg. mbl.is/Jim Smart

Fundað verður í stjórnarráðinu nú í kvöld um mögulegan stöðugleikasáttmála. Aðilar vinnumarkaðarins og sveitarfélaga hafa setið í Karphúsinu í dag yfir texta sem þeir munu kynna fyrir fulltrúum ríkisstjórnarinnar.

Halldór Grönvold, varaforseti ASÍ, sagði í samtali við mbl.is að menn myndu  kasta þessu eitthvað á milli sín og væntanlega yrði tekist á um einhver atriði. Því væri ekki hægt að fullyrða um niðurstöðu.

Stöðugleikasáttmáli er eðli málsins samkvæmt yfirgripsmikið plagg sem lýtur m.a. að aðilum vinnumarkaðarins, aðgerðum stjórnvalda og sveitarfélaga.

„Þetta er tilraun til að fanga sameiginlega sýn um það sem þarf að gera til að ná markmiðum um lækkun vaxta, stöðugra gengi krónunnar og enduruppbyggingu atvinnulífsins,“  sagði Halldór.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert