Leyfi veitt til ræktunar á erfðabreyttu byggi

Björn L. Örvar og Einar Mäntylä hjá Orf. Líftlækni við …
Björn L. Örvar og Einar Mäntylä hjá Orf. Líftlækni við íslenskt bygg á rannsóknarstofunni. Kristinn Ingvarsson

Umhverfisstofnun hefur samþykkt að veita Orf. Líftækni hf. leyfi til útiræktunar á erfðabreyttu byggi í tilraunaskyni. Er leyfið veitt með ströngum skilyrðum og verður framkvæmdin undir eftirliti stofnunarinnar. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Umhverfisstofnun.

Meðal skilyrða sem stofnunin setur fyrir ræktuninni er að henni verði árlega skilað ítarlegri skýrslu um framgang og niðurstöðu tilraunarinnar, að ræktunarsvæði verði girt ragirðingu og varðbelti með höfrum og að svæðið verði látið standa óhreyft í tvö sumur eftir að notkun lýkur.

Í niðurstöðu um mat á hvort heimila skuli ræktunina segir að Umhverfisstofnun telji hverfandi líkur á útbreiðslu hins erfðabreytta byggs út fyrir tilraunareit og á mögulegri víxlfrjóvgun erfðabreytta byggsins við annað bygg eða plöntur. Jafnframt  telur stofnunin að litlar líkur séu á að þau græðisprótein sem fyrirhugað er að nota muni hafa neikvæð áhrif á lífríki á ræktunarstað.

Ákvörðunina og rökstuðninginn í heild má nálgast á umhverfisstofnun.is

mbl.is

Bloggað um fréttina