Hekla togar í ferðafólk

Síðasta stórgos varð í Heklu árið 1947, en síðan hefur hún gosið fjórum sinnum með nánast tíu ára millibili, árið 1970, 1980, 1991 og svo síðast 26. febrúar árið 2000.

Anders Hansen forstöðumaður Heklusetursins á Leirubakka segir að Hekla hafi ótrúlegt aðdráttarafl á ferðamenn, ekki síst útlendinga. Hann segir að fyrir nokkrum dögum hafi 50 íslenskir lögmenn gengið á fjallið. Einnig hafi ferðamenn frá Japan, Rússlandi, Tékklandi, Spáni og fleiri löndum verið þar á ferð og nokkrir Íslendingar hafi verið á Heklutindi á Jónsmessunótt.

Árlegri Jónsmessugöngu Ferðafélags Íslands á Heklu var þó breytt í ferð á Snæfellsjökul þetta árið vegna hugsanlegs goss, eins og fram hefur komið í fréttum. „Það er því ljóst, að margir víla ekki fyrir sér göngu á hið sögufræga eldfjall, þótt aðrir séu hikandi, en segja má að hver og einn fari þangað á eigin ábyrgð,“ segir Anders. Í Heklusetrinu á Leirubakka er sýning um Heklu og þar er leitast við að gefa fólki leiðbeiningar um fjallið eftir því sem við á.

Nánar má fræðast um sýninguna á slóðinni www.leirubakki.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »