Fyrstu strandveiðileyfin gefin út í dag?

Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra undirritar reglugerð um strandveiðar í gær.
Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra undirritar reglugerð um strandveiðar í gær. mbl.is/Jakob Fannar

Ekki er útilokað að fyrstu leyfin til strandveiða verði gefin út strax í dag. Lögin hafa öðlast gildi og í gær undirritaði Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra reglugerð um veiðarnar. Hægt er að sækja um leyfi til strandveiða á heimasíðu Fiskistofu og hafa allmargar beiðnir borist nú þegar.

Hægt er að sækja um leyfi til strandveiða á heimasíðu Fiskistofu og hafa allmargar beiðnir borist nú þegar, að sögn Auðuns Ágústssonar, forstöðumanns veiðiheimildasviðs. Telur Auðunn ekki útilokað að fyrstu leyfin verði gefin út í dag. Strandveiðar eru bannaðar föstudaga og laugardaga og geta veiðarnar því hafist í fyrsta lagi á sunnudaginn.

Strandveiðarnar eru frjálsar handfæraveiðar með allnokkrum takmörkunum. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur verið mikill áhugi á þessum veiðum og síminn varla stoppað hjá Fiskistofu. Stofnunin hafði áætlað að um það bil 350 smábátar myndu stunda veiðarnar í sumar. Hver endanlegur fjöldi veiðileyfa verður mun ekki skýrast fyrr en að allnokkrum dögum liðnum. Það kann að hafa áhrif á fjölda umsókna að upphaf strandveiðanna hefur dregist um einn mánuð frá því sem upphaflega var ætlað. Veiðitímabilið mun því einungis vera tveir mánuðir í sumar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »