Útilokað að fallast á viðskiptabann með hvalaafurðir

Hvalur 9 með langreyðar á síðunni.
Hvalur 9 með langreyðar á síðunni. mbl.is/RAX

Tómas H. Heiðar, aðalfulltrúi Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu, segir að ekki komi til greina að Ísland fallist á viðskiptabann með hvalaafurðir. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sagði í gær að slík hugmynd hefði verið rædd í tengslum við umræður um að leyfa takmarkaðar atvinnuhvalveiðar á ný. 

Árni, sem var áheyrnarfulltrúi á ársfundi hvalveiðiráðsins á portúgölsku eyjunni Madeira, sagði við mbl.is í gær að talsvert hefði verið rætt um að heimila takmarkaðar strandveiðar og eitt af því, sem hefði verið mikið nefnt, ef þannig veiðar yrðu leyfðar, sé  að verslun með hvalaafurðir milli landa verði bannaðar.

Tómas segir hins vegar, að ekkert slíkt hafi verið rætt á ársfundinum, sem lauk í gær, enda komi ekki til greina að Ísland fallist á slíkt viðskiptabann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert