„Ekkert plan B"

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Steingrímur J. Sigfússon og Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra kynntu frumvarp um ríkisábyrgðir vegna Icesave-samninganna fyrir blaðamönnum í dag. Í því er falast eftir að Alþingi gefi fjármálaráðherra leyfi til að ábyrgjast lántökur Tryggingasjóðs innistæðueigenda vegna Icesave-reikinganna.

Forsætisráðherra sagði að ekki væri verið að velta byrðum yfir á framtíðina með Icesave-samningnum.

Mikil áhersla var lögð á að öll gögn væru birt og öllum almenningi aðgengileg og er trúnaði aflétt af 68 skjölum sem tengjast samningaferlinu, minnisblöð, lögfræðiálit, skýrslur og álitsgerðir innlendra og erlendra aðila sem að málinu koma.

Jóhanna sagði að það væri ekki til nein varaáætlun ef þingið samþykkti ekki ríkisábyrgðina.

Frumvarpið í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert