Ármann Jakobsson hlýtur hvatningarverðlaun

Ármann Jakobsson tekur við verðlaununum í morgun
Ármann Jakobsson tekur við verðlaununum í morgun

Ármann Jakobsson bókmenntafræðingur hlaut í morgun hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs. Verðlaunin eru stærstu vísindaverðlaunin sem veitt eru á Íslandi, tvær milljónir króna.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og formaður Vísinda- og tækniráðs afhenti verðlaunin á Rannsóknaþingi sem haldið var á Grand hótel.

Tilnefningar til hvatningarverðlaunanna koma frá öllum sviðum vísinda og bárust í ár alls 22 tilnefningar. Sérstök dómnefnd handhafa verðlaunanna velur úr tilnefningum, að því er segir í tilkynningu.

Dómnefndina í ár skipuðu Jakob K. Kristjánsson, framkvæmdastjóri Tækniseturs Arkea, Áslaug Helgadóttir aðstoðarrektor rannsóknamála Landbúnaðarháskóla Íslands, Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, og Hilmar Janusson, þróunarstjóri Össurar hf.

mbl.is

Bloggað um fréttina