Glapræði að hafna Icesave-samningi

Gylfi Magnússon.
Gylfi Magnússon. mbl.is/Eggert

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, segir í grein í Morgunblaðinu í dag að það Íslendingar geti staðið undir skuldbindingum sínum vegna Icesave og það væri hreint glapræði að stefna endurreisn Íslands og öllum samskiptum við umheiminn í stórhættu með því að neita að gangast við skuldbindingunum.

„Það er sama hvernig reiknað er. Ekkert bendir til annars en að landsmenn geti staðið undir skuldbindingum sínum vegna Icesave. Það verður að sönnu ekkert gleðiefni. Full ástæða er til að draga þá til ábyrgðar sem komu Íslandi í þessa stöðu, bæði fyrrverandi forsvarsmenn Landsbankans og aðra. Það væri hins vegar hreint glapræði að stefna endurreisn Íslands og öllum okkar samskiptum við umheiminn í stórhættu með því að neita að gangast við skuldbindingum okkar vegna Icesave og byggja það á þeirri augljóslega röngu forsendu að við ráðum ekki við þær," segir Gylfi m.a.

mbl.is