Skrifað undir samning við ríkið

Gunnar Björnsson, til vinstri, formaður samninganefndar ríkisins og Árni Stefán …
Gunnar Björnsson, til vinstri, formaður samninganefndar ríkisins og Árni Stefán Jónsson, starfandi formaður BSRB, takast í hendur eftir að samningurinn var undirritaður. Eggert Jóhannesson

Í kvöld var undirritað samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðildarfélaga BSRB við ríkið.

„Gildistími er til 30. nóvember 2010. Í samkomulaginu felast leiðréttingar á lægstu launum eins og gert var ráð fyrir í stöðugleikasáttmála aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar frá 25. júní. Persónu- og orlofsuppbót hækka. Þá er í samningnum sérstakt ákvæði um Starfsendurhæfingarsjóð. Í bókunum er m.a. að finna nýtt ákvæði um aðkomu aðildarfélaga BSRB að Fræðslumiðstöð atvinnulífsins,“ segir í frétt á heimasíðu BSRB.

Í bókunum er m.a. að finna nýtt ákvæði um aðkomu aðildarfélaga BSRB að Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.

Þá fylgir samningnum sameiginleg framkvæmdaáætlun. Þar er m.a. um að ræða verkefni í tengslum við vaktavinnufyrirkomulag, slysatryggingar, bætta stöðu trúnaðarmanna og fleira sem vinna á að á samningstímanum.

Nú að lokinni undirskrift fer samningurinn í kynningu meðal félagsmanna og síðan í atkvæðagreiðslu. Aðilar urðu sammála um, í ljósi þess að orlofstími stendur nú sem hæst, að gefa atkvæðagreiðslu um samninginn rúman tíma. Niðurstöður hennar mega þó ekki liggja fyrir síðar en 14. ágúst næstkomandi.

Sjá má samninginn og framkvæmdaáætlun á heimasíðu BSRB, www.bsrb.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert