Joly: Hvað á ríkissaksóknari að gera?

Eva Joly
Eva Joly mbl.is/Ómar

Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara í málefnum tengdum bankahruninu, sagði í viðtali við Ríkisútvarpið í dag að hún vilji að ríkissaksóknari segi starfi sínu lausu.

Joly sagðist gera sér grein fyrir að ríkisstjórnin gæti ekki sett hann af og að rétt væri að embættið væri þannig verndað gegn því að  stjórnmálamenn ráðskist með það. Ríkissaksóknari, sem sé óhæfur í málum sem tengjast bankahruninu, valdi hins vegar þjóðfélaginu óþarfa útgjöldum og því skori hún á hann að segja af sér.

Spurði hún einnig hvað hann ætti að gera á skrifstofu sinni þar sem hann væri vanhæfur í þeim málum sem munu taka mestan kraft ákæruvaldsins á næstu árum og hvort hann ætti einungis að fást við smámál.

Joly sagði fyrr á árinu að Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari væri vanhæfur vegna þess að sonur hans er annar forstjóra Exista. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert