Ósvífin og ódýr afgreiðsla á eigin ábyrgð

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Árni Sæberg

„Ég hef aldrei séð ódýrari eða ósvífnari afgreiðslu á eigin aðild að máli heldur en hjá Davíð í þessu viðtali,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um viðtal Morgunblaðsins við Davíð Oddsson fyrrverandi Seðlabankastjóra í dag.

„Við höfum ekkert sagt hér sem ekki var margsagt áður og ekki bara sagt heldur undirritað af ráðherrum í fráfarandi ríkisstjórn,“ segir Steingrímur um þær fullyrðingar Davíðs í Morgunblaðinu í dag að yfirlýsingar Steingríms og Jóhönnu Sigurðardóttur um Icesave hafi stórskaðað málstað Íslendinga.

„Davíð Oddson, einhver valda- og áhrifamesti maður á Íslandi í hartnær tvo áratugi, kemur nú fram að því er virðist að eigin áliti þannig að hann beri enga ábyrgð á einu eða neinu sem úrskeiðis hafi farið og það sé allt einhverjum öðrum að kenna og jafnvel sérstaklega þeim sem eru að reyna að bjarga hlutunum eftir hans valdatíð,“ segir Steingrímur.

Svart á hvítu með undirskrift Davíðs

Davíð sé það mikill þátttakandi í atburðarásinni sjálfur að það sé umhugsunarefni að hann kjósi að blanda sér í umræðuna með þessum hætti. „Það er fyrst og fremst með vísan til þess í hvaða farveg málið var sett af hálfu fyrrverandi ríkisstjórnar með bréfum frá íslenskum ráðaneytum, með yfirlýsingu fyrrverandi forsætisráðherra, með undirritun minnisblaða og samstarfyfirlýsinga. Og þar á meðal er samstarfyfirlýsing við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í nóvember 2008 sem Davíð Oddsson seðlabankastjóri undirritar sem annar af tveimur fulltrúum íslenskra stjórnvalda.“

Þar standi svart á hvítu að Ísland undirgangist ábyrgð sína á innistæðutryggingunum að fullu. Steingrímur segir ennfremur að Davíð virðist í viðtalinu rugla saman skýrslum og af hverjum þær hafi verið unnar sem bendi til að hann hafi mjög lauslega kynnt sér málin. Sérstaklega sé ævintýralegt hvernig hann reyni að snúa málinu þannig á haus að það sé allt saman á ábyrgð núverandi ríkisstjórnar. „Ég hef aldrei nokkurn tíma séð einn mann reyna að komast undan sjálfum sér með þessum hætti, þetta er með því ævintýralegasta sem ég hef séð.“

Vonaði að þætti Davíðs væri lokið

„Ætlar hann með þessu að hjálpa þeim sem eru teknir við keflinu? Er þetta aðgerð af hans hálfu svipuð heimsókn hans á landsfund Sjálfstæðisflokksins í vetur? Er það Davíð Oddsson eða framtíð Íslands sem skiptir máli hér? Ég verð að játa að ég átta mig ekki alveg á því hvað að baki liggur.“

Þannig segir Steingrímur ekkert efnislegt í viðtalinu sem standist eða skipti neinu máli. „Ég hélt nú satt best að segja að þessum kafla í íslenskri stjórnmála- og fjölmiðlasögu væri lokið að allt færi af hjörunum þegar heyrist í Davíð Oddssyni. Ég var farinn að vona að hann væri sáttur við sitt hlutskipti, hættur í stjórnmálum og kæmist vel af en menn ætla seint að komast út úr þessari meðvirkni.“

Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skoða mál stúlku sem skilin var eftir

Í gær, 21:46 Strætó skoðar nú mál þar sem stúlka sem á við þroskahömlun að stríða var skilin ein eftir á röngum áfangastað. Ljóst er að pöntunin sem móðir stúlkunnar sendi inn var hárrétt en rangt skráð inn í kerfið af starfsmanni Strætó. Meira »

Geimfaraþjálfun á Húsavík

Í gær, 21:44 Samstarfssamningur var í morgun undirritaður milli fulltrúa Könnunarsafnsins á Húsavík, ICEXtech á Húsavík og hins finnska fyrirtækis Space Nation um undirbúning geimfaraþjálfunar á Íslandi fyrir nema á vegum Space Nation. Meira »

„Of margir stormar á þessu ári“

Í gær, 21:36 „Það hafa verið of margir stormar á þessu ári, þannig að það hljóta að hafa losnað skrúfur því neðri hlutinn losnaði,“ segir Klaus Ortlieb, einn eigenda Hlemmur Square, um skiltið sem hangir á bláþræði á húsinu. Hann óttaðist um öryggi vegfarenda og hafði því samband við lögreglu og björgunarsveit. Meira »

Stórt skilti hangir á bláþræði

Í gær, 21:01 Lögreglan og björgunarsveit voru kölluð að hótelinu Hlemmur Square fyrr í kvöld vegna þess að stórt skilti hangir á bláþræði framan á húsinu í óveðrinu sem núna gengur yfir höfuðborgarsvæðið. Meira »

Mikið um vatnsleka vegna veðurs

Í gær, 20:31 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu á í nógu að snúast með að sinna útköllum vegna vatnstjóns. Mikil úrkoma og klaki yfir niðurföllum veldur því að mikill vatnsflaumur hefur myndast víða. Meira »

Lífið er íslenskur saltfiskur

Í gær, 20:07 Matreiðslumeistararnir Guillem Rofes, Jordi Asensio og Francisco Diago Curto frá Barcelona urðu hlutskarpastir í keppninni Islandia al Plat, sem Íslandsstofa hélt þar í borg í tengslum við kynningu á íslenskum saltfiski í haust sem leið. Meira »

Hönnunarverkfræðingur gerðist jógakennari

Í gær, 19:19 Sæunn Rut Sævarsdóttir býr ásamt breskum kærasta sínum í litlum bæ rétt utan við Oxford í Bretlandi. Þar kennir hún jóga en hún á að baki jógakennaranám í Vinyasa Flow frá Yoga London. Að kenna jóga var þó ekki alltaf ætlunin en ýmislegt æxlaðist öðruvísi en til stóð í upphafi. Meira »

Bragi sóttist sjálfur eftir breytingu

Í gær, 20:00 Ársleyfi Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, frá stofnuninni tengist ekki kvörtunum frá barna­vernd­ar­nefnd­um höfuðborg­ar­svæðis­ins í hans garð. Hann sóttist sjálfur eftir breytingu í starfi. Meira »

Segir þjónustu við vogunarsjóði í 1. sæti

Í gær, 19:09 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að þjónusta við vogunarsjóði sé sett í 1. sæti hjá íslenskum stjórnvöldum. Meira »

Þungar og óviðunandi vikur

Í gær, 18:49 „Síðustu vikur hafa verið þungar undir fæti hjá okkur og óviðunandi á stundum,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í vikulegum forstjórapistli sínum. Meira »

Sjúkratryggingar segja ekki upp samningum

Í gær, 18:24 Sjúkratryggingar Íslands ætla ekki að segja upp rammasamningum við sérgreinalækna og sjúkraþjálfara þar til velferðarráðuneytið hefur tekið afstöðu til tillagna um nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir. Þetta er gert að beiðni Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Meira »

Fann 400 kannabisplöntur í Kópavogi

Í gær, 18:22 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu stöðvað kannabisræktun á nokkrum stöðum í umdæminu, en í þeirri stærstu var lagt hald á nærri 400 kannabisplöntur. Meira »

Svandís tekur við málum af Guðmundi

Í gær, 18:13 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að bera það upp við forseta Íslands að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra taki við fjórum málum af Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra. Meira »

Tekur yfir eignir United Silicon

Í gær, 17:29 Samkomulag hefur náðst á milli skiptastjóra þrotabús United Silicon og Arion banka um að bankinn fái að ganga að sínum veðum og taka yfir allar helstu eignir félagsins. Meira »

Vindorkuver rísi ekki á verndarsvæðum

Í gær, 16:40 Ekki á að reisa vindorkuvirkjanir á verndarsvæðum eða öðrum sambærilegum svæðum, jafnvel þó að þau njóti ekki verndar samkvæmt lögum. Þetta er mat Landverndar sem telur raunar þörfina fyrir vindorkuvirkjanir ekki vera jafnaðkallandi á Íslandi og víða annars staðar. Meira »

Gylfi áfram í peningastefnunefnd

Í gær, 17:57 Forsætisráðherra hefur endurskipað dr. Gylfa Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, fulltrúa í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands samkvæmt ákvæði í lögum nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands. Meira »

Sendibíll valt á Breiðholtsbraut

Í gær, 17:19 Sendibíll valt á Breiðholtsbraut fyrir skömmu. Ljósmyndari mbl.is var á ferðinni en ekki var lokað fyrir umferð vegna óhappsins. Bifreiðin liggur á hliðinni á umferðareyju. Meira »

Andlát: Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari

Í gær, 16:32 Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari, heiðursfélagi í Konunglega breska myndhöggvarafélaginu, lést síðastliðinn miðvikudag, 21. febrúar, 97 ára að aldri. Meira »
Egat Diva - Snyrti-Nuddbekkur,Rafmagns fyrir Snyrti,Fótaaðgerða,spa....
Egat Diva - Rafmagns snyrti-/nuddbekkur, Vatnshelt áklæði, svartir og beige ...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
Leikjavefurinn Snilld - www.snilld.is
www.snilld.is - Frábært úrval af leikjum á leikjavefnum Snilld. Skelltu þér in...
 
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...