Kosið til sveitarstjórna 29. maí á næsta ári

Kosningar til sveitarstjórna verða á næsta ári og nú hefur verið tilkynnt að þær fari fram laugardaginn 29. maí 2010.

Á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að nokkur óvissa sé á þessu stigi um fyrirkomulag kosninganna. Ástæðan er sú að ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna sem felur í sér að tekin verði upp ný kosningaaðferð, þ.e. persónukjör.

Í því felst að efstu frambjóðendum á listum er ekki raðað í sæti heldur munu kjósendur lista raða frambjóðendum í sæti.

Þær breytingar sem felast í fyrrnefnda frumvarpinu munu auka nokkuð kostnað sveitarfélaga við framkvæmd sveitarstjórnarkosninga. Áætlar sambandið að sú kostnaðaraukning geti numið á bilinu níu til fjórtán milljónir króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert