Mistök í Icesave-samningnum?

mbl.is/Ómar

„Mér sýnist í fljótu bragði að Ragnar [H. Hall] taki ekki tillit til þeirra miklu áhrifa sem neyðarlögin hafa í þessu efni. Þau breyta grundvallarforsendum hvað varðar kröfur í bú. Samkvæmt þeim eru innlánin algjörar forgangskröfur og það jafnsettar,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um gagnrýni sem Ragnar H. Hall hrl. setti fram í blaðagrein í Morgunblaðinu í gær.

Í greininni segir Ragnar að svo virðist sem mistök hafi verið gerð af hálfu íslenskra stjórnvalda við uppgjör á þrotabúi Landsbankans. Eignir úr búinu ganga meðal annars upp í greiðslur til þeirra sem áttu innstæður á Icesave-reikningum í Hollandi og Bretlandi.

Í greininni segir Ragnar að fyrst eigi að úthluta eignum úr búinu upp í kröfur sem Tryggingarsjóður innstæðueigenda á Íslandi þarf að ábyrgjast, sem nemur lágmarkstryggingu, 20.887 evrum. Það sé í takt við lög – að teknu tilliti til neyðarlaganna – og hin eðlilega framkvæmd. Þetta geti skipt sköpum fyrir Ísland í samningunum.

Samningurinn um Icesave-skuldbindingar, sem nú er til umfjöllunar hjá Alþingi, gerir ráð fyrir því að Bretar greiði mismunarfjárhæð á 20.887 evrum, ábyrgð Íslands, og þeirri ábyrgð sem breski sjóðurinn ábyrgist, sem er 50.000 pund. Breski tryggingarsjóðurinn eigi í reynd jafnsetta kröfu á skilanefnd Landsbankans vegna þess sem hann greiddi umfram lögmælta skyldu Íslands [e. top up].

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »