Breiðavíkurmálið í brennidepli

mbl.is/Ómar

Forsætisráðuneytið er tilbúið að koma til móts við hugmyndir stjórnar Breiðavíkursamtakanna um útfærslu frumvarps til laga um sanngirnisbætur vegna misgjörða gagnvart börnum á vistheimilum en enn ber mikið í milli í sambandi við skiptingu þolenda í bótaflokka og bótagreiðslur.

Stjórn Breiðavíkursamtakanna leggur til að bætur til fyrrverandi vistmanna í Breiðavík verði frá því að vera engar upp í allt að 16 milljónir króna á mann.
Bárður Ragnar Jónsson, formaður samtakanna, segir að miðað við hugmyndir samtakanna um röðun í bótaflokka megi gera ráð fyrir að margir vistmenn í Breiðavík fari í efsta bótaflokk.

Forsætisráðuneytið leggur til að unnið verði í að ná sátt um aðferðafræðina við að ákveða bætur og síðan verði rætt um fjárhæðir. Það vill byggja á almennum bótum og heimild til að hækka þær allt að þrefalt. Auk þess bíður ráðuneytið sáttalausn, sem rúmast innan núverandi fjárlagaheimilda, en um er að ræða samtals 125 milljónir króna fyrir 158 þolendur eða tæpar 800 þúsund krónur á mann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »