Steingrímur hefur talað oftast og mest

Steingrímur J. Sigfússon í umræðunum á Alþingi
Steingrímur J. Sigfússon í umræðunum á Alþingi mbl.is/Ómar

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur talað oftast og lengst á yfirstandandi sumarþingi og stefnir hraðbyri að ræðukóngstitlinum. Hann hefur mikið forskot á næsta mann og má líkja yfirburðum hans við stöðu FH í fótboltanum.

Steingrímur hefur komið 203 sinnum í ræðustól Alþingis og talað samtals í 557 mínútur í ræðum og athugasemdum. Næstur kemur Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem hefur komið 123 sinnum í ræðustólinn og talað í 420 mínútur. Í þriðja sæti er Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem hefur talað 152 sinnum í 407 mínútur samtals.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert