Gjaldeyrishöft hugsanlega nokkur ár í viðbót

Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson mbl.is

„Ef gengið styrkist meira en um 30% þá verða nýju bankarnir gjaldþrota,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðislokks, á Alþingi í dag. Hann sagði fulltrúa Seðlabankans hins vegar ekki hafa áhyggjur af því þar sem þeir hafi svo sterk tök á því að halda genginu niðri

Guðlaugur Þór vildi fá að vita um sjónarmið Lilju Mósesdóttur, þingmanns Vinstri grænna, á málinu. Lilja sagðist deila áhyggjum Guðlaugs á því að ríkið sé að taka of stóran bita með endurreisn bankanna. Hún sagði ekki nægilegt tillit tekið til gengisáhættunnar og einnig að fulltrúar Seðlabankans hafi greint frá því að hugsanlega yrðu gjaldeyrishöftin í nokkru ár til viðbótar. 

mbl.is