Svarar ekki ásökunum um að þingmenn hafi verið blekktir

Seðlabankinn.
Seðlabankinn. mbl.is/Ómar

Seðlabankinn kýs að svara ekki að svo stöddu ásökunum þingmanna um að lögfræðingar bankans hafi blekkt eða villt um fyrir þingmönnum með lögfræðiáliti um Icesave-samningana sem kynnt var fyrir tveimur þingnefndum í gær. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Er þar m.a. vísað til orða Árna Þór Sigurðssonar, formanns utanríkisnefndar, í Morgunvaktinni á Rás 2 í dag. Þar sagði hann að lögfræðingarnir hefðu blekkt nefndina þegar þeim komu í gær og töluðu í eigin nafni en ekki bankans. Þingmenn stjórnarandstöðu gagnrýndu orð Árna Þórs.

Á morgun verður fjárlaganefnd kynnt formlegt lögfræðiálit Seðlabankans, sem síðan verður gert opinbert. Minnisblaðið sem í gær var kynnt þingnefndum, var notað við gerð þess álits.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert