Svavar fullkomlega vanhæfur

Þór fullyrðir að íslenska samninganefndin hafi ekki skilið breska lagamálið ...
Þór fullyrðir að íslenska samninganefndin hafi ekki skilið breska lagamálið þegar hún samdi við Breta um Icesave-samninginn. mbl.is/Ómar

„Svavar er búinn að koma þrisvar fyrir nefndina, fjárlaganefnd, og það er algjörlega greinilegt að hæfni hans er enginn,“ segir Þór Saari, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, í harðorðri gagnrýni á valið á Svavari til að leiða Icesave-samninga.

„Sendiherranum í Bretlandi var haldið algerlega utan við allt þetta ferli. Og hann er aðal diplómatinn sem hefði átt að vera í miðju málsins. Í staðinn var Svavar Gestsson gerður að formanni sendinefndarinnar. Hann er ekki maður sem að hefur nokkra burði til að taka þátt í svona samningaviðræðum. Svavar er búinn að koma þrisvar fyrir nefndina, fjárlaganefnd, og það er algjörlega greinilegt að hæfni hans er enginn.“

- Er það ekki svolítið djúpt í árinni tekið?

„Maður sér það bara á honum þegar að maður talar við hann að hann hefur ekkert í þetta að gera, ekki nokkurn skapaðan hlut. Það sem meira er að enginn samninganefndarmannanna, held ég.“

Meingallaður samningur

Þór vísar því næst til þess álits Elviru Mendez, sérfræðings í Evrópurétti við Háskóla Íslands, að Icesave-samningurinn sé meingallaður, líkt og hún hafi rökstutt í greinargerð til fulltrúa stjórnvalda. 

Hún líti svo á að samningurinn brjóti í bága við Evrópurétt.

„Elvira Mendez útskýrir það í greinargerðinni að breski hluti samningsins sé skrifaður á gömlu bresku lagamáli. Hann er skrifaður á öðru máli en sá hollenski. Hann er á skrifaður á gömlu bresku lagamáli sem enginn skilur nema breskir lögfræðingar.

Íslendingar sem eru komnir til að semja við breska ofurlögmenn eru að semja á tungumáli sem að þeir skilja einfaldlega ekki heldur. Þetta er svoleiðis mál. Þetta er klókustu samningamenn í heimi. Við verðum að gera okkur grein fyrir því. Ég held að Íslendingar hafi bara ekkert við þá að gera eins og hefur komið í ljós.“

Sömdu á máli sem að þeir skildu ekki

- Ertu að gefa í skyn að íslenska samninganefndin hafi verið leidd eins og lömb til slátrunar?

„Já. Í gær komu á fund nefndarinnar Ragnar Hall og Eiríkur Tómasson og þeir eru að fara yfir orð í samningnum eins og eitt orðið sem að heitir subrogate.

Ég sjálfur er fæddur í Bandaríkjunum og er búinn að tala ensku frá fæðingu og er tvítyngdur og búinn að starfa erlendis í vel á annan áratug. Ég hef aldrei heyrt þetta orð fyrr eða séð það.

Þeir komu með orðabækur til þess að reyna að finna út úr því hvað þetta orð þýddi. Og þetta eru færustu lögfræðingar landsins sem eru vel mæltir á ensku. Málið er í einhverjum svona farvegi. Þetta er mjög skrítið og sérkennilegt að verða vitni að þessu,“ segir Þór Saari.

Merking subrogate

Tekið skal fram að hér er gengið út frá því að Þór hafi átt við orðið subrogate sem er þekkt í lagamáli.

Í ensk-íslensku orðabókinni með alfræðilegu ívafi er orðið þýtt svo: setja (einn) í annars stað.

Á wikipedia frjálsa alfræðiritinu er að finna þessa skilgreiningu á orðinu subrogation.

Þór Saari, þingmaður Borgarahreyfingarinnar.
Þór Saari, þingmaður Borgarahreyfingarinnar. mbl.is
Þór Saari segir greinilegt að hæfni Svavars Gestssonar til að ...
Þór Saari segir greinilegt að hæfni Svavars Gestssonar til að leiða Icesave-samninginn sé enginn. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Spá 40 metrum á sekúndu

09:11 Ekkert ferðaveður er á Suðausturlandi en þar er spáð allt að 40 metrum á sekúndu fram undir kvöld. Vegirnir um Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Mývatns - og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði eru lokaðir vegna veðurs. Meira »

Heimsmet í sparakstri

08:30 Heimsmetið í sparakstri stóðst ekki atlögu tveggja Breta sem nýverið óku Honda Jazz-bíl 1.350 kílómetra vegalengd frá syðsta odda Englands, Lands End, til norðurodda skoska meginlandsins, tanga að nafni John O'Groats. Meira »

Flutningabíll þversum á Holtavörðuheiði

08:01 Flutningabíll þverar veg á Holtavörðuheiði og ekki er hægt að komast framhjá, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.   Meira »

Lokað vegna veðurs

06:47 Vegirnir um Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Mývatns - og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði eru lokaðir vegna veðurs.  Meira »

Hvassviðri og snjóflóðahætta

05:42 Spáð er norðaustan hvassviðri eða stormi með snjókomu, hvassast norðan- og vestan til, en úrkomumest norðan- og austanlands. Mikil hætta er á snjóflóðum á Austfjörðum. Meira »

Landið keypt á 120 milljónir króna

05:30 Rangárþing eystra er að kaupa jörðina Stórólfshvol af Héraðsnefnd Rangæinga. Kaupverðið er samkvæmt kauptilboði sveitarfélagsins liðlega 121 milljón kr. Meira »

Tólf flokkar hyggja á framboð

05:30 Allir átta flokkarnir sem buðu fram í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík fyrir fjórum árum stefna á framboð í vor. Útlit er fyrir að fjórir flokkar geti bæst í hópinn; Miðflokkurinn, Viðreisn, Sósíalistaflokkur Íslands og Flokkur fólksins. Meira »

Almennt ánægðir með íslenska lambakjötið

05:30 Nærri helmingur landsmanna, eða 46%, borðar lambakjöt að jafnaði einu sinni í viku eða oftar. Tæp 26% til viðbótar borða lambakjöt 2-3 sinnum í mánuði. Aðeins 4% segjast aldrei borða lambakjöt. Meira »

Skattarnir aldrei meiri

05:30 Útreikningar Samtaka iðnaðarins (SI) benda til að skatttekjur af íbúa í Reykjavík hafi verið um 700 þúsund krónur árið 2016. Það er um 50 þúsund krónum meira en 2007 sem lengi var metárið. Meira »

Gjöldin 3,65 milljónir á einbýlishús

05:30 Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir innviðagjöld vegna borgarlínu ekki hafa komið til umræðu hjá sveitarfélaginu. Slík gjaldtaka sé samningsatriði við þá sem byggja upp viðkomandi svæði. Meira »

Brotist inn á tveimur stöðum

05:10 Tvö innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Annað að Bíldshöfða og hitt í Logafold. Bæði málin eru í rannsókn lögreglu. Jafnframt var tilkynnt um manneskju sem var kíkja inn um glugga í Melbæ um miðnætti. Meira »

Allir farþegar á leið til byggða

Í gær, 23:40 Allir farþegar í tæplega 10 bílum sem voru fastir í Möðrudalsöræfum í kvöld eru á leið til byggða. Björgunarsveitir ferja fólkið til byggða en nokkrir bílar voru skildir eftir á heiðinni. Meira »

Tómas Tómasson er látinn

Í gær, 23:36 Tónlistarmaðurinn Tómas Magnús Tómasson er látinn, 63 ára að aldri. Hann var bassaleikari Stuðmanna, Þursaflokksins og fleiri hljómsveita. Hann fæddist 23. maí 1954. Meira »

Þrjár björgunarsveitir kallaðar út

Í gær, 21:26 Þrjár björgunarsveitir voru kallaðar út fyrr í kvöld til að sinna vegfarendum á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. Meira »

Skapa hættu og hafa lítinn tilgang

Í gær, 20:40 „Hraðahindranir sem settar eru þannig niður að unnt sé að sneiða hjá þeim hafa lítinn tilgang og skapa jafnvel hættu.“ Svo segir í svari Samgöngustofu við fyrirspurn mbl.is um hraðahindranapúða sem er að finna víða. Þá eru vísbendingar um að þeir valdi skemmdum á fjöðrunarbúnaði bíla. Meira »

Gæti aukið hörku á svörtum markaði

Í gær, 21:45 Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, lagði fram fyrirspurn til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag um ráðstafanir vegna fyrirhugaðrar herðingar á eftirliti með ávanabindandi lyfjum. Meira »

Lömuð eftir fall í Malaga

Í gær, 21:01 Söfnun er hafin fyrir Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur illa slösuð á sjúkrahúsi í Malaga á Spáni eftir að hafa fallið á milli hæða innanhúss. Meira »

Óskaði eftir upplýsingum

Í gær, 20:12 Umboðsmaður Alþingis ritaði bréf til dómsmálaráðherra 8. janúar þar sem hann óskaði eftir upplýsingum vegna skipunar hennar á dómurum í Landsrétti. Þetta gerði hann til að undirbúa sig fyrir fund sem hann var boðaður á hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis 18. janúar. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuv...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Rúmteppastandur
Rúmteppastandur Mjög flottur rúmteppastandur á svaka góðu verði, aðeins kr. 3.50...
 
Auglýsing
Tilkynningar
Auglýsing um framlagningu kjörskrár, til...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framboðslisti
Fundir - mannfagnaðir
Framboðslisti Sjál...
L edda 6018012319iii
Félagsstarf
? EDDA 6018012319 III Mynd af auglýs...