Kjúklingar myndu lækka um 70%

Skýrsluhöfundar halda því fram að staða íslenskra sauðfjárbænda myndi ekki ...
Skýrsluhöfundar halda því fram að staða íslenskra sauðfjárbænda myndi ekki breytast mikið. mbl.is/RAX

Afkomurýrnun íslenskra svínabænda næmi, að teknu tilliti til norðurslóðastuðnings, um 15% við inngöngu Íslands í Evrópusambandið og þá stórauknu samkeppni við erlenda framleiðslu sem henni fylgdi. Sambærileg tala fyrir kjúklingabændur er um 30% en afkoma sauðfjárbænda yrði umtalsvert betri, að því gefnu að verð héldist nær óbreytt og útflutningur ykist.

Þetta kemur fram í samanburðarskýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, Íslensk bú í finnsku umhverfi, sem gerð var opinber í gær að kröfu alþingismanna.

Í skýrslunni, sem tekin var saman fyrir utanríkisráðuneytið, er ítrekað að ekki beri að líta á greininguna sem samningsniðurstöðu fyrir Ísland. Sú niðurstaða fáist aðeins með aðildarsamningnum sjálfum.

Útskýrt er hvernig sameinuð landbúnaðarstefna ESB (CAP) hafi færst frá framleiðslutengdum styrkjum til eingreiðslna, öndvert við íslenskan landbúnað sem búi að mestu við framleiðslutengda styrki.

Lækkun um tugi prósenta

Gert er ráð fyrir að kjúklingar myndu lækka um 70%, egg og mjólkurvörur um 55-60% og svínakjöt um 35% við inngöngu og afnám tolla. Verð á kinda- og nautakjöti til bænda breyttist hins vegar lítið.

Fram kemur að verð til finnskra bænda lækkaði að jafnaði um 40 til 50% eftir inngöngu landsins í sambandið í ársbyrjun 1995 og tekið dæmi af því hvernig hlutur innlends nautakjöts hafi lækkað í 94% 2005.

Þá hafi finnskum býlum fækkað úr 100.000 í 70.000 á tíu árum og laun landbúnaðarverkamanna lækkað í fyrstu en svo hækkað á ný. Fjármagnskostnaður býla er sagður að meðaltali 30% lægri í ESB.

Því gæti fjármagnskostnaður íslenskra býla lækkað verulega við inngöngu Íslands í sambandið.

Yrðu dýrari en innfluttar vörur

Reynsla Finna og íslenskra grænmetisbænda bendi til þess að verð á íslenskum búvörum gæti orðið 10 til 20% hærra en verð á innfluttum vörum. 

Almennt sé matvöruverð út úr búð að jafnaði 30% lægra í Evrópusambandinu en hér.

Þrátt fyrir það beri að hafa í huga að landbúnaðarverð í þeim löndum sem næst eru okkur landfræðilega sé í einhverjum tilfellum hærra.

Eins og áður segir lækkaði verð til finnskra bænda um 40-50% við inngönguna í ESB 1995 og segir í skýrslunni að á móti lækkun afurðaverðs komi að peningagreiðslur frá hinu opinbera til finnskra bænda hafi aukist um meira en helming. Alls greiði finnska ríkið liðlega helming af styrkjunum en ESB það sem eftir stendur.

Stuðningur á landbúnað hafi þvi færst frá verðstuðningi yfir í beinar greiðslur.

Dreifbýlt og harðbýlt svæði

Eins og við var að búast er dregin sú ályktun að Ísland yrði skilgreint sem dreifbýlt og harðbýlt svæði við aðlögun íslensks landbúnaðar að landbúnaðarstefnu ESB.

Allt bendi til að sá stuðningur sem í boði sé innan ESB sé umtalsvert lægri en sá stuðningur sem íslenskir bændur njóti í dag.

Á hinn bóginn myndi norðurslóðastuðningur af svipuðum toga og finnskir bændur njóta draga verulega úr tekjumuninum og gera suma bændur jafn vel eða betur setta en þeir eru í dag.

Vísar þetta m.a. til sauðfjárbænda sem eins og áður segir eru taldir munu koma vel út úr inngöngu landsins í ESB.

Vikið er að því að neytendatryggð kynni að koma íslenskum ...
Vikið er að því að neytendatryggð kynni að koma íslenskum mjólkuriðnaði til góða, líkt og í Finnlandi. mbl.is/Helgi Bjarnason
Einnig er vikið að sérstöðu íslensks búfjár.
Einnig er vikið að sérstöðu íslensks búfjár. mbl.is/RAX
mbl.is

Innlent »

Lífsgæðasetur á St. Jóefsspítala

07:57 St. Jósefsspítali mun hýsa lífsgæðasetur, gangi hugmyndir starfshóps á vegum Hafnarfjarðarbæjar eftir.   Meira »

Stærsti skjálftinn hingað til

07:50 Jarðskjálfti sem talið var að væri 4,6 stig reyndist vera 5,2 stig og er þetta stærsti skjálftinn sem hefur mælst við Grímsey síðan jarðskjálftahrinan hófst. Fólk fann skjálftann víða og allt vestur í Skagafjörð segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir á jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Meira »

Íbúðum á landinu fjölgar of hægt

07:37 Íbúðum á Íslandi fjölgaði um 1.759 í fyrra en um 1.580 árið áður. Þetta kemur fram í tölum frá Þjóðskrá sem Íbúðalánasjóður birti á heimasíðu sinni fyrir helgi. Meira »

Þrýsta á stjórnvöld varðandi sálfræðiþjónustu

07:06 Samband íslenskra framhaldsskólanema hóf í gær herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. Meira »

Mjög hált á höfuðborgarsvæðinu

06:50 Mjög hált er á gangstéttum og stígum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ og borgar sig að fara varlega. Ekki hefur verið tilkynnt um neitt vatnstjón enn sem komið er, segir varðstjóri í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Skjálfti upp á 4,6 stig

06:11 Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og hafa tveir stórir skjálftar, 4,4 stig og 4,6 stig, mælst á sjötta tímanum.  Meira »

Vonaði að kirkjan stæði með börnum

05:30 Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrsti flutningsmaður frumvarps á Alþingi um að gera umskurð á drengjum refsiverðan, segist hafa vonast til þess að þjóðkirkjan tæki afstöðu með börnum og frelsi þeirra og öryggi frekar en trúarbrögðum. Meira »

Verslun mætir mótbyr

05:30 Könnun sem rannsóknarfyrirtækið Zenter gerði fyrir Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) leiðir í ljós að tæpur þriðjungur landsmanna segist bera lítið eða ekkert traust til verslunar á Íslandi. Meira »

Jafnt hlutfall kynja í Viðskiptaráði

05:30 Á aðalfundi Viðskiptaráðs Íslands í síðustu viku var samþykkt að leiða í lög ráðsins ákvæði um kynjakvóta í stjórn.  Meira »

Vilja þrýsta á um vegaúrbætur

05:30 „Það hefur færst aukinn kraftur í umræðuna um umferðaröryggi á Kjalarnesi undanfarnar vikur og Kjalnesingar ýta á úrbætur. Þess vegna legg ég fram á morgun tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn um úrbætur í vegamálum á Kjalarnesi.“ Meira »

Fjölgun um einn hóp kostar 180 milljónir

05:30 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa frá því í byrjun desember borist tæplega 50 tilkynningar um innbrot í heimahús.  Meira »

Aldrei fleiri skráðir í VG

05:30 Félagsmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs eru nú 6.010 og hafa aldrei verið fleiri.   Meira »

Daníel verðlaunaður

05:30 Tónskáldið Daníel Bjarnason hlaut í gær Norrænu tónskáldaverðlaunin fyrir tónlist sína við kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Undir trénu. Verðlaunin voru afhent í Berlín við hátíðlega athöfn. Meira »

Tveir skjálftar 4 að stærð

05:29 Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram en í nótt urðu tveir skjálftar 4 að stærð og fundust þeir á Akureyri og Húsavík.  Meira »

Kærður fyrir brot gegn stjúpdóttur

Í gær, 20:51 Sérfræðingur á einni undirstofnun velferðarsviðs Reykjavíkurborgar hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn fyrrverandi stjúpdóttur sinni, sem er á barnsaldri. Þetta staðfestir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs. Maðurinn hafði áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn ungum pilti. Meira »

Hrinan mjög óvenjuleg

05:30 Ekkert lát er á jarðhræringunum í grennd við Grímsey, á svonefndu Tjörnesbrotabelti. Í gær mældust þar sex skjálftar yfir þremur stigum. Meira »

Óvissustigi aflétt

Í gær, 20:58 Búið er að aflétta óvissustigi á Sandskeiði, Hellisheiði og Þrengslum en gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. Meira »

Galdrar, glæpir og glæfrakvendi

Í gær, 20:17 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra veitti í dag gestum Þjóðminjasafnsins leiðsögn undir yfirskriftinni Galdrar, glæpir og glæfrakvendi. Nokkur fjöldi fólks var mættur til að hlýða á Katrínu, en tilefni viðburðarins er 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Meira »
Akureyri - vönduð íbúðagisting
Vönduð og vel útbúin íbúðagisting. Uppábúin rúm, net og lokaþrif. Komdu á norður...
www.apartment-eyjasol.is - Reykjavik-
1 and 2 bedroom apartments in Reykjavik. Beds for 4-6 pers. Be welcome eyjasol@...
SUMARHÚSALÓÐ Í ÖNDVERÐARNESI TIL SÖLU
Grjóthólsbraut 13, innst í botlanga, við golfvöllinn, hola 11. Rotþró, rafm. og ...
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
 
Skipulagsbreytingar
Tilkynningar
Skipulagsbreytingar á Fljótsdalshéra...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...