Misbýður málsmeðferðin í Icesave

Elvira Mendez, lektor í Evrópurétti við lagadeild Háskóla Íslands.
Elvira Mendez, lektor í Evrópurétti við lagadeild Háskóla Íslands. mbl.is

„Mér misbýður mjög sú meðferð sem okkur er boðið upp á því að ég álít að hún sé ekki í samræmi við þær kröfur sem gera verður þegar ríki sem á aðild að Evrópska efnahagssvæðinu á í hlut," segir Elvira Mendez, sérfræðingur í Evrópurétti við Háskóla Íslands, um aðkomu Evrópusambandsríkja að Icesave-samningnum.

Í stað þess að taka málið upp á sína arma hafi sambandið ákveðið að það væri milliríkjamál sem, að hennar mati, sé ekki í samræmi við þá Evrópulöggjöf sem hún þekki.

Hún vilji hins vegar ekki ganga svo langt að fullyrða að lög hafi þar með verið brotin. Það sé Evrópudómstólsins að skera úr um það.

„José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, lýsti því yfir í október að ríkin sem hlut ættu að máli yrðu að leysa það. Að mínu viti var það óviðeigandi afstaða.“

Þvert á jafnræðisregluna

Hún bætir því svo við að í lögum Evrópusambandsins sé kveðið á um jafnræði milli ríkja, mannréttindi og samvinnu evrópskra ríkja.

Að því gefnu - og Mendez leggur áherslu á að hún segi það með þeim fyrirvara - að sambandið hafi neitað að taka upp málið hafi það þar með gengið þvert á þessa hefð.

Ef rétt reynist komi það henni mjög á óvart að sambandið skuli hafa tekið þá stefnu.  

Mendez segir margt einkennilegt við samninginn. Fyrir það fyrsta einkennist hann af tortryggni í garð dóms-, löggjafar- og framkvæmdarvalds á Íslandi, þrátt fyrir að réttarstaða Íslands sem aðila að EES eigi að vera sterk.

Ekki vikið að fullveldi þjóðarinnar

Þá sé ekki vikið að fullveldi þjóðarinnar þótt það kunni að hafa verið gert óformlega, svo sem með minnisblöðum.

Mendez lítur málið alvarlegum augum og telur að ef samningurinn nái fram að ganga muni það setja löggjöfina um innri markaðinn í uppnám, enda muni það ala á tortryggni ríkja í millum ef málalyktir fjármálahruns geti orðið þær að almenningur þurfi að borga brúsann.

Eftir að hafa reynst vel í 15 ár steyti EES-samningurinn á fyrsta stóra ágreiningsmálinu hjá aðildarríki.

Málið dragi athyglina að tveimur megingöllum samningsins. Annars vegar skorti á aðkomu aðildarríkja samningsins að lagasetningu og hins vegar takmörkuðum möguleikum borgara og ríkja að leita réttlætisins.

Mendez er jafnframt gagnrýnin á málsmeðferð ESB sem hafi afgreitt málið sem alþjóðlegt milliríkjamál í stað þess að taka það fyrir innan eigin lagastofnana. Hún átelur þá leynd sem hafi verið viðhöfð í málinu og að gengið skuli hafa verið þannig frá réttarstöðu Íslands að hún sé gerð afar veik, þvert á þá grundvallarreglu í alþjóðalögum að báðir málsaðilar skuli eiga jafnan rétt til að varnar.

Þessi regla sé höfð til grundvallar í alþjóðalögum, alþjóða viðskiptalögum og lögum um borgararéttindi.

Þetta sé spurning um jafnan rétt fyrir lögunum.

Samningsstaða Íslands afar veik

„Mér sýnist augljóst að samningsstaða Íslands sé mjög veik,“ segir Mendez og nefnir til samanburðar þá fjárhagsaðstoð og lán sem ESB veiti ýmsum ríkjum þegar á bjáti.

„Ég lít svo á að með hliðsjón af evrópskri lagahefð og lagaumhverfi Evrópusambandsins sé Icesave-samningurinn afar gagnrýniverður.“

Hún rifjar svo upp að Spánverjinn Joaquín Almunia, sem fari með efnahagsmál í  framkvæmdastjórn sambandsins, hafi í nóvember lagt til að Ísland fengi efnahagsaðstoð í líkingu við aðstoðina sem Ungverjar fengu frá ESB í kjölfar fjármálahrunsins í haust.

Almunia hafi þar lagt til að komið yrði fram við Ísland eins og það væri aðildarríki sambandsins en Bretar, Hollendingar og Þjóðverjar hefðu lagst gegn því.

Að mati Mendez hefði Ísland á þessum tímapunkti átta að spyrna við fótum og segja nei.

Gaumgæfi alla mögulega kosti

Aðspurð hvort hún telji að Ísland eigi að hafna samningnum svarar Mendez því til að hún telji að íslenskir þingmenn eigi að afla allra mögulegra gagna og kanna allar færar leiðir áður en þeir samþykki hann.

Þá beri að hafa í huga að ekki sé gert ráð fyrir greiðslum fyrstu sjö árin eftir samþykkt sem gefi tíma til að gaumgæfa hvar ábyrgðin liggur í málinu. Svo bendir hún á dómstóla Evrópusambandsins.

Mendez segir Joaquín Almunia, sem fer með efnahagsmál í framkvæmdastjórn ...
Mendez segir Joaquín Almunia, sem fer með efnahagsmál í framkvæmdastjórn ESB, hafa lagt til í nóvember að Ísland fengi aðstoð í líkingu við þá sem Ungverjar fengu í haust.
mbl.is

Innlent »

Eldur kom upp í sumarbústað í Eyjafirði

22:31 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út í kvöld vegna bruna í sumarbústað inni í Eyjafirði í kvöld. Engan sakaði og að sögn lögreglunnar á Akureyri gekk slökkvistarf vel. Meira »

Dómur kveðinn upp í lok mánaðar

21:18 Dómur verður kveðinn upp yfir íslenska karlmanninum sem situr í fangelsi í Tirana í Albaníu fyrir smygl á kanna­bis­efn­um í lok janúar eða byrjun febrúar. Hann mætir fyrir rétt í Tirana, höfuðborg Albaníu, í lok þessa mánaðar og dómur verður kveðinn upp fljótlega eftir það. Meira »

Fjórir með annan vinning

21:02 Fyrsti vinn­ing­ur í EuroJackpot gekk ekki út í kvöld en fjórir miðahaf­ar hrepptu ann­an vinn­ing. Hljóta þeir hver um sig tæp­ar 60 millj­ón­ir króna í sinn hlut, en fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi og einn á Spáni. Meira »

Stór verkefni í húfi fyrir norðan

20:54 Stór verkefni í millilandaflugi eru í hættu ef ekki fæst vilyrði fyrir svokölluðum blindbúnaði (ILS) á Akureyrarflugvöll, innan mánaðar. Þetta segir Arnheiður Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Meira »

Blóm og út að borða með bóndanum

20:43 Konur virðast ætla að gleðja bóndann sinn í dag í tilefni bóndadagsins. Blóm og góð máltíð á veitingastað mun eflaust kæta margt mannsefnið því blóm seljast í ríkari mæli og konur eru í meirihluta þeirra sem bóka borð fyrir kvöldið á veitingastöðum borgarinnar. Meira »

Leita leiða til að auka útflutning ufsa

20:33 Nemendur Háskólans í Reykjavík leita nú leiða til að auka útflutning á sjófrystum ufsa til Bandaríkjanna, en Hnakkaþon 2018, útflutningskeppni HR og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hófst í gær. Áskorun Hnakkaþonsins í ár felst í að finna leiðir til að auka sölu á sjófrystum ufsa til hótela og veitingahúsakeðja í Bandaríkjunum. Meira »

Segir sínar sögur síðar

20:11 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að Metoo-byltingin hafi haft áhrif á allt samfélagið. Karlmenn hafa beðið hana afsökunar á atvikum úr fortíðinni. Meira »

Allt um Söngvakeppnina

20:18 Tólf lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Tilkynnt var um flytjendurna í kynningarþætti RÚV nú fyrir stundu. Mörg kunnugleg nöfn eru meðal keppenda, þar á meðal Þórunn Antonía og félagarnir í Áttunni auk þess sem Júlí Heiðar snýr aftur í keppnina. Meira »

Mótmæla mengandi iðnaði

19:40 Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar hefur lýst yfir áhyggjum sínum vegna fyrirhugaðrar stækkunar á athafnasvæði á Esjumelum norðan við Leirvogsá. Meira »

Ef maður gerir ekki neitt gerist heldur ekki neitt

19:19 „Allt of margir eru áhorfendur en ekki þátttakendur í eigin lífi vegna þess að þá skortir kjark til að spyrja sjálfa sig hvað þá í alvörunni langar til að gera, eignast og verða,“ segir Ingvar Jónsson, markþjálfi og höfundur nýútkominnar bókar, Sigraðu sjálfan þig – Þriggja vikna áskorun fyrir venjulegt fólk sem vill meira! Meira »

Lögunum lekið á netið

18:57 Lögum sem frumflytja átti í upphitunarþætti á RÚV vegna Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva var lekið á netið í dag. Var til að mynda hægt að hlusta á brot úr lögunum á Youtube. Meira »

Úr vöfflubakstri í skotfimi

18:41 „Vinkona mín, Bára Einarsdóttir, dró mig nú bara í þetta,“ segir Guðrún Hafberg, 62 ára skytta. Hún fékk skotfimiáhugann 59 ára gömul eftir að vinkona hennar hvatti hana. Meira »

Enn í varðhaldi vegna fíkniefnamáls

18:21 Mennirnir tveir sem voru handteknir vegna rannsóknar á umfangsmiklu fíkniefnamáli sitja enn í gæsluvarðhaldi.   Meira »

Þrjótar falast eftir kortaupplýsingum

17:38 „Aftur er kominn póstur á kreik í nafni Símans þar [sem] falast [er] eftir greiðslukortaupplýsingum fólks í tölvupósti. Í póstinum eru ósannindum [sic] um endurgreiðslu,“ segir í tilkynningu frá Símanum. Meira »

Veitur á Akranesi í gáma vegna myglu

17:12 Skrifstofur Veitna við Dalbraut á Akranesi verða rýmdar vegna myglusvepps. Verður starfsemin flutt í skrifstofugáma.  Meira »

Millilandaflug verði tryggt í sessi

17:46 Bæjarráð Akureyrar hefur skorað á þingmenn, ríkisstjórn, samgönguráð og Isavia að grípa nú þegar til nauðsynlegra ráðstafana til að styðja við og tryggja í sessi millilandaflug um Akureyrarflugvöll. Meira »

Að ættleiða höfrung eða fæða barn

17:34 Er framtíðin komin? Þróunarfræðingurinn Hrund Gunnsteinsdóttir vinnur við það að spá fyrir um þróun næstu áratuga. Í Magasíninu var víða komið við og rætt um mikilvægi forvitninnar, valið um að eignast dýr frekar en börn, fjórðu iðnbyltinguna, genaverkfræði og umhverfisvá vegna barneigna. Meira »

Snjóflóðahætta við Ólafsfjarðarmúla

16:32 Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir við Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarveg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni, en þar segir að óvissuástandi sé lýst yfir þegar talin sé hætta á snjóflóðum, en þó ekki svo mikil að ástæða þyki að loka veginum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Leikjavefurinn Snilld - www.snilld.is
www.snilld.is - Frábært úrval af leikjum á leikjavefnum Snilld. Skelltu þér in...
ORNIKA - TREGGING frá YEST
Þær eru komnar aftur, vinsælu ORNIKA treggingsbuxurnar frá YEST Vertu þú sjál...
Aðalfundur Viðskiptaráðs 14. febrúar
Boðað er til aðalfundar Viðskiptaráðs Íslands miðvikudaginn 14. febrúar kl. 9.00...
ÍBÚÐ TIL LEIGU Björt 110 m 2, 3- 4 herb
ÍBÚÐ TIL LEIGU Björt 110 m 2, 3- 4 herbergja íbúð í 101. Mikil lofthæð, tvennar ...
 
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...
Uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...