Bágborin staða lögreglunnar

Ekki var hægt að taka alla eftirförina upp þar sem ...
Ekki var hægt að taka alla eftirförina upp þar sem lögreglan hefur ekki efni á að kaupa dvd diska mbl.is/Júlíus

Stjórn Lögreglufélags Reykjavíkur (LR) tekur undir sjónarmið lögreglumanns sem sent hefur bréf til fjölmiðla þar sem hann lýsir því ástandi sem ríkir í málefnum lögreglunnar. Hún sé svo illa stödd fjárhagslega að ekki séu til peningar til að kaupa dvd diska í upptökutæki lögreglubifreiða og erfitt sé að sinna útköllum vegna þess hve fáir séu á vakt.  Skorar stjórn LR á stjórnvöld að endurskoða fyrirhugaðan niðurskurð fjármála til lögreglu.

„Stjórn LR hefur ítrekað bent á versnandi ástand í löggæslumálum, öryggi lögreglumanna og öryggi íbúa en talað fyrir daufum eyrum," að því er segir í yfirlýsingu stjórnar LR. Sem tekur fram að bréf lögreglumannsins er ekki   skoðun þessa eina lögreglumanns heldur endurspeglar hug flestra félagsmanna LR. Stjórn LR getur staðfest að lögreglumenn haf í auknum mæli lýst yfir áhyggjum sínum af eigin öryggi í starfi.

Bréfið sem nafnlaus lögreglumaður sendi á fjölmiðla. Hann biður um að upplýsingum um hann sé haldið leyndum en að innhald bréfsins eigi erindi við heimili landsins.

Eru einir á bíl í útköllum

„Eins og marg oft hefur fram komið hjá Landssambandi lögreglumanna er fáliðun mikil á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglubifreiðar á vegum LRH eru 5-7 og hefur umferðardeildin nokkur hjól. Stundum er sérsveitin ekki að æfa í Keflavík og er þá einn bíll til staðar frá þeim, jafnvel tveir.

Þetta hefur valdið vandamálum. Get ég nefnt nýleg dæmi. Yfirstandandi innbrot í Mosfellsbæ þar sem næsta lögreglubifreið var á Sæbraut.

Slagsmál í Lindahverfi Kópavogs þar sem næsta lausa lögreglubifreið var í 101 Reykjavík. Lögreglubifreið úr Hafnarfirði er sífellt í Breiðholtinu til að aðstoða Kópavogsbifreið og er Hafnarfjörður jafnan óvarinn á meðan.
Við þessu var brugðist með því að setja lögreglumenn eina á bíl. Eitthvað sem að mati lögreglumanna er hættulegt.

Lögreglumenn hafa jafnvel verið einir á bifreiðum á næturvöktum um helgar. Vegna sífelldra niðurskurða er svo komið að þessi aðgerð hefur mistekist og núna eru færri lögreglumenn á færri lögreglubifreiðum en áður.

Þetta er eitthvað sem hefur verið bent á og er ekki helsta ástæða fyrir því að þessi tölvupóstur er sendur.

Ein helsta vörnin fyrir því að hægt hafi verið að setja lögreglumenn eina í lögreglubifreiðar hefur verið hinn svokallaði Eye-witness búnaður. Þetta er upptökubúnaðurinn sem tekur upp það sem fram fer fyrir utan lögreglubifreiðina sem innan. Búnaðurinn notast við DVD diska til að vista gögnin.

Sökum fjármagnsskorts hefur embætti LRH ekki keypt tóma diska í einhvern tíma og eru nú ekki til diskar hjá LRH. Kom því upp það sorglega tilfelli nú um helgina að eftirförin á eftir Yaris bifreiðinni er að mestum hluta byggð á frásögn eins lögreglumanns.

Um er að ræða þann hluta eftirfararinnar sem átti sér stað í Breiðholti, á göngustígum og í Elliðaárdal þar sem fólki var stefnt í lífshættu. Lögreglumaður þeirrar lögreglubifreiðar(273) var einn í bifreiðinni og var slökkt á upptökubúnaði þar sem ekki var til tómur diskur fyrir hann.

Næsta lögreglubifreið inn í eftirförina var lögreglubifreið 228 sem er 2006 árgerð af Volvo, tvöfaldur viðgerður tjónabíll sem ekinn er á fjórða hundrað þúsund kílómetra. Til stóð að sú bifreið yrði ekki lengur notuð við hefðbundið eftirlit og í útköll almennu deildar og var því Eye-witness búnaður fjarlægður úr henni 2008.

Hafnarfjarðarbifreið, 281, varð fyrir vélarbilun í Mosfellsbæ. Mun það ekki vera óalgengt með þá bifreið. Í raun er eina ástæðan fyrir því að einhver hluti af eftirförinni náðist á myndband sú að sérsveit RLS var stödd með tvær bifreiðar á höfuðborgarsvæðinu á þessum tíma og gat því aðstoðað við eftirförina og var það þeim að þakka að ekki fór verr.

Þá er hægt að víkja að því hvernig eða öllu frekar hvort löggæslu var háttað á höfuðborgarsvæðinu meðan þetta fór fram.

Yfirstjórn LRH myndi líklega verja þetta með þeim orðum að um væri að ræða undantekningartilfelli en staðreyndin er sú að þessum undantekningartilfellum fer ört fjölgandi. Þeim fer fjölgandi útköllum eða verkefnum sem lögreglan sinnir alls ekki. Þessi fáliðun og niðurskurður hefur valdið því að viðbragðstími lögreglu er langt frá því að vera viðunandi og hefur verið í langan tíma. Skemmst er að minnast ránsins á Seltjarnarnesi. Húsvörður LRH, eldri maður, sem ekki hefur sinnt lögreglustörfum í fjölda fjölda ára er til að mynda kominn á lögreglubifreið og farinn að sinna útköllum.

Ekki er hægt að nefna nein dæmi um að þetta hafi valdið líkams- eða eignatjóni, einfaldlega vegna þess að ekki er hægt að benda á slíkt með beinum hætti. Þá er klárt að afbrotamenn sleppa mun oftar en áður, vegna þess að lögreglan er lengi á vettvang, ef hún yfirhöfuð kemst þangað.

Fáliðunin teygir sig upp úr almennu deild lögreglunnar í rannsóknardeildir sem nýlega urðu fyrir miklum breytingum, að flestra mati til hins verra, þar sem meðal annars forvarnadeild lögreglu var lögð niður. Þar eru dæmi um að einstakir rannsóknarlögreglumenn séu með um 100 mál til rannsóknar. Þeir eru sem betur fer ekki margir en málunum hjá þeim sem eru "bara" með 30-40 mál fer fjölgandi. Er það vegna fjölgunar afbrota, niðurskurðar á vinnutíma, fækkunar starfsmanna, álags í starfi og ömurlegra starfsskilyrða.

Yfirstjórn LRH státar sig af því að verja starfsmenn sína en það mun aðeins vera á yfirborðinu. Þeir veigra sér nú við því að ráða starfsmenn til lengri tíma og gætu þannig verið að undirbúa niðurskurð á starfskrafti um áramótin. Þar eru nokkrir starfsmenn sem eru með tímabundna ráðningu. Þar er jafnvel dæmi um að tímabundin ráðning stangist á við starfsmannalög en starfsmenn geta ekkert gert þar sem þeir hafa aðeins um tvo kosti að ræða, sætta sig við stuttar ráðningar eða missa vinnuna. Þannig er mönnum haldið í gíslingu og látnir sætta sig við afarkosti. Sumir eiga jafnvel erfitt með að taka sumarfrí.

Sífellt er talað um skerta þjónustu lögreglu en almenningur virðist ekki skilja hvað í því felst. Einhverjir tengja það við styttri opnunartíma lögreglustöðva.

Lögreglan í dag þjónustar almenning með því að veita lífsbjargandi aðstoð, stöðva yfirstandandi afbrot og safna upplýsingum í blaðabunka sem kemur í flestum tilfellum til með að rykfalla í skjalageymslum.
Staðreyndin er sú að árið 2007 hætti lögreglan að mestu að sinna umferðaróhöppum en við tóku starfsmenn tryggingafélaga. Umferðarlagabrot sjást nú vart lengur í dagbók lögreglu nema fyrir tilstilli umferðardeildar sem tekur að sér stutt áhersluverkefni. Lögreglustöðvar eru lokaðar og læstar á nóttinni. Það eru undir helmingslíkur á því að það sé mönnuð lögreglubifreið stödd í þínu póstnúmeri. Hún gæti verið í næsta, en líklega er hún í þarnæsta og líklega er hún upptekin.

Hvað er eftir til að þjónusta?
Eða eigum við að spyrja okkur að því hversu langt er í að lögregla hætti að geta veitt lífsbjargandi aðstoð?
Innbrot eru skráð sem eignaspjöll þegar engu er stolið, til að reyna að hefta tölfræðina í að tala sínu máli. Í umferðaróhöppum, ef fólk slasast, er það ekki skráð sem slys nema viðkomandi hafi verið fluttur með sjúkrabifreið, til að fækka slysum á tölfræðinni. Þarna er verið að fegra ófagran sannleikann.

Lengra verður þetta ekki að sinni en ég hvet ykkur, fjölmiðla, um að koma sannleikanum á framfæri við almenning. Það er að lögregla hefur orðið fyrir svo miklu tjóni undanfarið að hún mun eiga erfitt með að sanna það að Yaris-ökumaðurinn ók í raun og veru á gangstígum í Breiðholti og í Elliðaárdal. Eina sönnunin sem er nú fyrir hendi er orð eins lögreglumanns. Líklegast verður að auglýsa eftir vitnum að akstrinum svo hægt verði að refsa ökumanninum. Ef LRH á ekki efni á tómum DVD diskum eða plastglösum, hvernig á embættið að geta borgað laun?

Fjárskortur er farinn að hefta störf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu
Fjárskortur er farinn að hefta störf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu
mbl.is

Innlent »

Hálka og þæfingur

08:14 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum. Þæfingur er austan við Hellu að Ásmundarstöðum. Skafrenningur og éljagangur er á Hellisheiði og Sandskeiði. Meira »

„Ég man ekki hvernig hann hlær“

08:07 Hann er sextán ára gamall þegar hann byrjaði að fikta við kannabis með vinum sínum. Hann er 25 ára í dag og hefur verið í mikilli neyslu undanfarin ár en átt mjög góð tímabil á milli. Móðir segir hann ekki sama mann og hann var og gleðin sé horfin. Hún muni ekki lengur hvernig hlátur hans hljómi. Meira »

66 ára og líður ekki degi eldri en 39 ára

07:30 Birna Guðmundsdóttir hefur stundað íþróttir allt sitt líf og helgað íþróttakennslu krafta sína. Árið 2014 hætti hún kennslu í Flataskóla sökum aldurs. Nú þjálfar Birna ýmsa líkamsræktarhópa allt frá ungbörnum til fullorðinna í Mýrinni og Sjálandslaug. Meira »

Eldur kviknaði í Straumsvík

06:51 Eldur kviknaði í köplum í álverinu í Straumsvík í nótt. Slökkvilið álversins slökkti eldinn en slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er með reykkafara á svæðinu sem eru að kanna hvort nokkurs staðar leynist glóð. Meira »

Skafrenningur á Hellisheiði

06:44 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum. Skafrenningur og éljagangur er á Hellisheiði og Sandskeiði. Meira »

Stormur og rigning á leiðinni

06:39 Gengur í suðaustanhvassviðri eða -storm undir kvöld á Suður- og Vesturlandi. Hlýnar með rigningu á láglendi. Veðurfræðingur Veðurstofu Íslands ráðleggur fólki að huga að því að rigningar- og leysingarvatn komist sína leið í fráveitukerfi til að fyrirbyggja vatnstjón. Meira »

„Er þetta ekki bara frekja?“

Í gær, 20:24 Hann er 23 ára gamall og á í fá hús að venda þar sem hann hefur glímt við fíkni- og geðvanda. Allt frá því í barnæsku hefur hann verið erfiður. Tíu ára gamall var hann greindur með mótþróaþrjóskuröskun og samskipti við annað fólk hafa alltaf reynst honum erfið. Meira »

Umferðartafir á Hellisheiði

Í gær, 21:43 Umferðartafir eru á Hellisheiði (Skíðaskálabrekkunni) um óákveðinn tíma en þar lentu saman lítil rúta og jeppi. Ekki er talið að nein slys hafi orðið á fólki en mikið hefur verið um árekstra í allan dag á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Góðar fréttir af Leo og foreldrum hans

Í gær, 20:20 Hjón­in Nasr Mohammed Rahim og Sobo Answ­ar Has­an og sonur þeirra Leo, fengu þær góðu fréttir í vikunni að þýsk yfirvöld hafi ákveðið að endurskoða umsókn þeirra um alþjóðlega vernd í Þýskalandi. Meira »

Tæplega 1800 skjálftar á sólarhring

Í gær, 19:47 Skjálftahrinan við Grímsey heldur ótrauð áfram og hafa tæplega 1800 jarðskjálftar mælst á svæðinu frá því á miðnætti. „Það er engin sérstök breyting greinanleg, þetta er á mjög svipuðu róli og undanfarið,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Vann 52 milljónir í lottóinu

Í gær, 19:26 Einn var með allar tölur réttar í lottóinu í kvöld og fær hann 52,3 milljónir króna í sinn hlut.  Meira »

Ískaldir ferðamenn elska Ísland

Í gær, 18:33 Á meðan landinn þráir sól og hita er bærinn fullur af ferðamönnum sem virðast ekki láta kulda, snjókomu, rigningu og rok stöðva sig í því að skoða okkar ástkæra land. Blaðamaður fór á stúfana til að forvitnast um hvað fólk væri að sækja hingað á þessum árstíma þegar allra veðra er von. Meira »

4 fluttir á slysadeild

Í gær, 18:24 Fjórir voru fluttir á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir tvo þriggja bíla árekstra á höfuðborgarsvæðinu á sjötta tímanum.  Meira »

Par í sjálfheldu á Esjunni

Í gær, 17:22 Björgunarsveitarmenn eru á leið upp Esjuna til þess að koma pari til aðstoðar sem er í sjálfheldu. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, eru þau vel búin og væsir ekki um þau. Meira »

Aðstæður eins og þær verða bestar

Í gær, 16:44 „Þetta er búinn að vera frábær dagur,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Aðstæður til skíðaiðkunar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafa verið góðar í dag en það snjóaði töluvert í nótt. Meira »

Harður árekstur í Kópavogi

Í gær, 17:28 Töluverðar tafir eru á umferð á Hafnarfjarðarveginum í suðurátt en harður árekstur varð undir Kópavogsbrúnni.   Meira »

Hálkublettir á höfuðborgarsvæðinu

Í gær, 17:16 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum.  Meira »

Fjórmenningunum sleppt úr haldi

Í gær, 16:10 Fjórmenningarnir sem eru til rannsóknar vegna líkamsárásar og frelsissviptingar á Akureyri hefur öllum verið sleppt úr haldi. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir mönnunum rann út klukkan þrjú í dag en þremur þeirra var sleppt í gærkvöldi og einum í dag, samkvæmt upplýsingum frá Bergi Jónssyni, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á Norðurlandi. Meira »
Bækur
Til sölu mikið magn allskyns bóka, uppl í síma 8920213...
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í Strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi,raf...
www.apartment-eyjasol.is - Reykjavik-
1 and 2 bedroom apartments in Reykjavik. Beds for 4-6 pers. Be welcome eyjasol@...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Úthlutun
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggð...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna, Langholti ...
Skipulagsbreytingar
Tilkynningar
Skipulagsbreytingar á Fljótsdalshéra...