Neituðu framleiðslu fíkniefna

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness. mbl.is/ÞÖK

Tveir karlmenn neituðu í dag fyrir Héraðsdómi Reykjaness að hafa framleitt amfetamín í verksmiðju sem lokað var í Hafnarfirði í október á síðasta ári. Mennirnir játuðu þó vörslu á efnum, sem hægt er að vinna amfetamín úr.

Mennirnir eru ákærðir fyrir að hafa um nokkurt skeið, fram í október sl., staðið saman að framleiðslu fíkniefna, ætluðum til söludreifingar. Við húsleit fundust upphafsefni sem hefði verið mátt vera hægt að framleiða að minnsta kosti 353 kg af amfetamíni.

Mennirnir sögðust hins vegar ekki hafa ætlað upphafsefnin til framleiðslu fíkniefna og neituðu að hafa framleitt þau. Þá mótmæltu þeir því magni sem fram kemur í ákæru, bæði á upphafsefnum og hversu miklu hefði verið hægt að framleiða.

Annar mannanna er einnig ákærður fyrir vörslu og ætlaða söludreifingu á rúmum 18 kg af kannabisefnum og 693 g af amfetamíni. Maðurinn játaði að hafa haft efnið undir höndum en neitaði að efnin hafi verið ætluð til dreifingar. Þá gerði hann athugasemdir við magn efnanna. Kannabisefnin hafi verið ónýtir afgangar og amfetamínið útþynnt

Aðalmeðferð í málinu fer fram 1.-2. september nk. Þá verða m.a. leidd fyrir dóminn sérfræðivitni frá Europol.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert