Útilokar ekki að Landsvirkjun selji orku til Helguvíkur: Leita leiða til fjármögnunar

Framkvæmdir við álverið í Helguvík.
Framkvæmdir við álverið í Helguvík. mbl.is/Rax

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra telur það vel koma til greina að Landsvirkjun útvegi álveri Norðuráls í Helguvík orku. Það verði þá tímabundið, þar til HS orka og Orkuveita Reykjavíkur sem samið hafa um að selja orku til álversins samkvæmt upphaflegum áformum geti útvegað orkuna. Ráðherra telur einnig koma til greina að lífeyrissjóðir, orkukaupendur og fleiri geti sameinast um að fjármagna einstaka virkjanir í einkaframkvæmd.

Öll orkufyrirtækin eiga í erfiðleikum með að fjármagna virkjanir fyrir stóriðjufyrirtækin vegna lánsfjárkreppunnar. Norðurál hefur óskað eftir því að Landsvirkjun komi að Helguvíkurverkefninu til að brúa bilið. Raforkan þyrfti að koma úr neðri hluta Þjórsár sem stjórn Landsvirkjunar hefur tekið frá fyrir aðra uppbyggingu en stóriðju á Suður- og Vesturlandi. Þá er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kveðið á um að engar ákvarðanir verði teknar um virkjanir í neðri hluta Þjórsár fyrr en ný rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða liggur fyrir. Hún á að koma fram í vetur.

Á hinn bóginn lofaði ríkisstjórnin fyrir skömmu, við gerð stöðugleikasáttmálans, að greiða götu framkvæmda vegna álvera í Helguvík og Straumsvík. „Kappkostað verður að engar hindranir verði af hálfu stjórnvalda í vegi slíkra framkvæmda eftir 1. nóvember.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: