Matjurtir merktar upprunalandi

mbl.is/Ómar

„Með þessum samningi og viljayfirlýsingu er verið að tryggja í sessi stöðu garðyrkjubænda,“ segir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, en hann undirritaði fyrr í dag breytingar á gildandi aðlögunarsamningi um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða frá mars 2002. Við sama tækifæri kynnti hann nýja reglugerð sem tekur gildi 1. september nk. þar sem kveðið er á um merkja skuli matjurtir með upprunalandi. Sagðist Jón sannfærður um að upprunamerking myndi styrkja stöðu íslenskrar framleiðslu enn frekar í sessi. 

Aðlögunarsamningurinn er sambærilegur breytingum sem gerðar voru á búvörusamningnum sem gerðir voru í apríl sl. varðandi framleiðslu mjólkur og kindakjöts. Þannig eru samningsaðilar, þ.e. ríkið, Bændasamtök Íslands og Samband garðyrkjubænda, sammála um að framlengja samninginn um tvö ár eða til ársloka 2013 og verður hann vísitölubundinn frá þeim tíma.

Framlög á árinu 2009 verða eins og fjárlög kveða á um eða 251,7 milljónir króna. Framlög ársins 2010 verða 2% hærri en 2009 og verða 257 milljónir króna óháð verðlagsþróun. Árið 2011 hækka framlög aftur um 2% frá árinu 2010 auk þess bætist við helmingur af því sem upp á vantar til að uppfylla samninginn. 

Samhliða samningnum var undirrituð viljayfirlýsing um ásetning aðila um að auka hagkvæmni íslenskrar ylræktar og auka möguleika greinarinnar á komandi árum. Yfirlýsingin hljóðar svo: „Til að auka hagkvæmni íslenskrar ylræktar lýsa samningsaðilar yfir vilja sínum að skoða sameiginlega hvort hægt sé að draga enn frekar úr framleiðslukostnaði eins og með bættri orkunýtingu og með því að efla þróun og nýjungar almennt. Jafnframt þessu setja samningsaðilar sér það markmið að auka möguleika greinarinnar, t.d. með útflutningi og treysta hana þannig betur í sessi á komandi árum. Í þessu sambandi munu samningsaðilar setja á fót starfshóp sem hafi það hlutverk að leita leiða til að ná fram ofangreindum markmiðum.“

Við undirritunina minnti Þórhallur Bjarnason, formaður Sambands garðyrkjubænda, á að garðyrkjubændur væru enn óánægðir með hátt raforkuverð til garðyrkjubænda. Sagðist hann fagna reglugerðinni um merkingu upprunalands enda hefði það verið baráttumál garðyrkjubænda sl. ár. 

„Samningar við bændur eru mikilvægari en menn hafa áður gert sér grein fyrir,“ sagði Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Sagði hann nýlega samantekt BÍ sýna að íslenskur landbúnaður framleiði um 50% allra matvæla sem neytt eru hérlendis.   Á myndinn eru Haraldur Benediktsson, Jón Bjarnason, Þórhallur Bjarnason og ...
Á myndinn eru Haraldur Benediktsson, Jón Bjarnason, Þórhallur Bjarnason og Steingrímur J. Sigfússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sigríður ráðin framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu

Í gær, 23:06 Sigríður Kristjánsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu. Sigríður er fimmtug, með M.S.c í forystu og stjórnum frá háskólanum á Bifröst og hefur undanfarin ár starfað sem verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Meira »

Um 60 manns voru fastir í óveðri

Í gær, 22:48 Um í 30 bílar voru fastir og lokuðu veginum frá Norðurbraut við Hvammstanga að Blönduósi í kvöld. Allir bílarnir eru lausir og vann Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga að því að losa bílana frá klukkan sex til níu í kvöld. Meira »

Tugir bíla hafa setið fastir í Víkurskarði

Í gær, 22:00 Tugir bíla hafa setið fastir í Víkurskarði vegna veðurs en að sögn lögreglunnar á Akureyri er búið að losa meirihluta þeirra. Meira »

Sex á slysadeild eftir árekstur

Í gær, 21:45 Sex voru fluttir á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á gatnamótum Snorrabrautar á Sæbrautar.  Meira »

Björgunarsveitir standa í ströngu

Í gær, 21:08 Björgunarsveitir á Norðurlandi hafa verið kallaðar út á þremur stöðum til að aðstoða vegfarendur í vanda. Um 20 bílar eru fastir við Víðigerði, þá sitja nokkrir bílar fastir í Víkurskarði en veginum var lokað vegna umferðaróhapps þegar flutningabíll þveraði veginn. Meira »

„Leiðinlegt þegar þetta fer svona“

Í gær, 20:55 „Það er auðvitað leitt þegar stór verkefni sem fjárfestar hafa sett fjármuni í fara svona,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra um gjaldþrotabeiðni United Silicon. Meira »

Fyrsta málefnaþing Uppreisnar

Í gær, 20:22 Fyrsta málefnaþing Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, var haldið á laugardaginn. Hátt í þrjátíu Uppreisnarliðar hvaðanæva af landinu komu saman og mótuðu stefnu í fjölda málaflokka. Meira »

Funduðu vegna eldsvoðans

Í gær, 20:40 Viðbragðsaðilar á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu funduðu í dag með Orku náttúrunnar vegna eldsvoðans sem kom upp föstudaginn 12. janúar síðastliðinn. Fundurinn var haldinn af Brunavörnum Árnessýslu og voru viðstaddir fundinn fulltrúar Neyðarlínu, Landsbjargar, Brunavarna Árnessýslu, slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og Orku náttúrunnar. Meira »

Framtíðartekjur út um gluggann

Í gær, 20:09 Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, segir að framtíðartekjur bæjarins af United Silicon fari út um gluggann með gjaldþroti verksmiðjunnar. Meira »

Fljúga áfram til Akureyrar

Í gær, 20:05 Ferðaskrifstofan Super Break, sem um miðjan mánuðinn hóf beint flug frá Bretlandi til Akureyrar, mun halda áfram að fljúga norður. Tveimur flugvélum af þremur á vegum ferðaskristofunnar var snúið til Keflavíkur í síðustu viku vegna þess að ekki var hægt að lenda á Akureyri. Meira »

Víkurskarð er lokað

Í gær, 19:34 Vegurinn um Víkurskarð er enn lokaður eftir að flutningabíll þveraði veginn fyrr í dag. Unnið er að opnun vegarins að nýju og fastlega er reiknað með að hann verði opnaður í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Meira »

Kjördæmafélag Miðflokksins stofnað

Í gær, 19:08 Kjördæmafélag Miðflokksins í Reykjavík, Miðflokksfélag Reykjavíkur, verður stofnað á fundi í Rúgbrauðsgerðinni í kvöld.  Meira »

Sundlaug og menningarmiðstöð í Úlfarsárdal boðin út

Í gær, 19:07 Sundlaug og menningarmiðstöð í Úlfarsárdal verður boðin út. Þetta var samþykkt á síðasta fundi borgarráðs, að heimila umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að bjóða út áframhaldandi framkvæmdir á skóla- og íþróttamannvirkjum í Úlfarsárdal. Meira »

„Við erum að tala um skelfingu“

Í gær, 18:27 „Það ríkir ógnarástand úti í samfélaginu í dag,“ sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, í leiðtogaumræðum á Alþingi.  Meira »

Slökkt í glæðum United Silicon

Í gær, 18:15 Grunur um refsiverða háttsemi; stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. Verksmiðjuhús sem risu í engu samræmi við deiliskipulag og teikningar. Lyktarmengun og reykur allt frá fyrstu dögum starfseminnar. Eldur kom ítrekað upp. Stutt saga kísilvers United Silicon í Helguvík er fordæmalaus. Meira »

Vegan er barátta gegn ofbeldi

Í gær, 18:32 „Veganismi er lífsstíll þar sem leitast er við að útiloka og forðast eftir fremsta megni hagnýtingu á og ofbeldi gagnvart dýrum,“ sagði Birkir Steinn Erlingsson sem lifir samkvæmt vegan lífsstílnum. Meira »

„Fullmikil túlkun“ á viðvörunum

Í gær, 18:20 „Þetta er fullmikil túlkun á þessu. Þetta eru tölvupóstar sem mér bárust aldrei enda var ég ekki í þessum samskiptum,“ segir dómsmálaráðherra spurð hvort sérfræðingar hafi varað hana við að ef hún ætlaði að breyta út af lista hæfn­is­nefnd­ar um dóm­ara við Lands­rétt. Meira »

Stjórnarskráin verði endurskoðuð

Í gær, 18:01 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti í dag formönnum þeirra flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi tillögu að fyrirkomulagi stjórnarskrárvinnu á komandi kjörtímabili. Hún byggist á þeirri framtíðarsýn að núgildandi stjórnarskrá verði endurskoðuð í heild á þessu og næsta kjörtímabili. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Flutnings, heimilis og Airbnb þrif
Vantar þig þrif ? Sendu okkur skilaboð og fáðu tilboð strax í dag! Systur ehf ...
Ford Escape til sölu
Til sölu Ford Escape jeppi, benzín, árgerð 2007, ekinn 193.000km. Ekkert ryð, ve...
Birkenstock
Teg. ARIZONA -brúnt birkoflor - stærðir 36-48 á kr. 8.950,- Teg. ARIZONA - beige...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: START/BYRJA: 2018: 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6.(HOL...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
Styrkir 2018
Styrkir
Styrkir til verkefna í þágu barna á...