Óvenjulega vel varðveitt 10. aldar fjós

Ragnheiður Traustadóttir (t.v.), Sara Jennica Svensson, Anders Hansson og Rúnar …
Ragnheiður Traustadóttir (t.v.), Sara Jennica Svensson, Anders Hansson og Rúnar Leifsson á rústum fjóssins í Keldudal. Angelos Parigoris

Fornleifarannsóknir í Keldudal í Hegranesi í Skagafirði, sem ráðist var í fyrr í sumar vegna fyrirhugaðra byggingarframkvæmda, hefur leitt í ljós óvenjulega vel varðveitt fjós frá 10. öld, það fyrsta sem grafið hefur verið upp á Norðurlandi, að sögn Ragnheiðar Traustadóttur fornleifafræðings. Ennfremur fundust leifar mannvirkja frá 11. og 12. öld.

Fjósið kom í ljós rétt vestan við íbúðarhús kúabændanna Þórarins Leifssonar og Guðrúnar Lárusdóttur í Keldudal, framan við nýja viðbyggingu, þar sem til stendur að reisa verönd og ganga frá lóðinni umhverfis húsið. Hefur verið vitað frá árinu 2007 að forn mannvirki leyndust þar í moldu. Áður hefur m.a. forn grafreitur komið í ljós í Keldudal en rannsóknir hafa staðið yfir á bænum frá árinu 2002 og tengst Hólarannsókninni sem Ragnheiður stýrir.

Hátt í tuttugu básar

Hún segir fjósið vera 10 sinnum 4 metrar að innanmáli, hlaðið úr grjóti og torfi. Gólfið er hellulagt, um 120 sentímetra breitt í miðju, og liggja hellurnar enn á sínum stað. Beggja megin við flórinn eru lág steinlögð þrep fyrir bása sem hafa að líkindum verið átján eða tuttugu eftir lengd fjóssins.

Austurenda þess hefur verið raskað og hann að hluta til endurnýttur við húsbyggingu á 11. öld en vesturendinn er að sögn Ragnheiðar mjög heillegur. Gólfið í básunum hefur verið þakið með torfi svo að hver bás hefur verið sléttur, mjúkur og þurr. Á milli básanna virðast hafa staðið viðarþil á lágri undirstöðu úr torfhnausum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert