Innistæður tryggðar til fulls þar til annað verður boðað

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon Ómar Óskarsson

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi í dag að yfirlýsingar stjórnvalda frá því í haust, þess efnis að innstæður í íslensku bönkunum séu tryggðar til fulls, séu í fullu gildi þar til annað verður boðað. Fyrr eða síðar munu þær hins vegar koma til endurskoðunar, og óvíst hvort þær verði tryggðar umfram það sem tryggingasjóður ábyrgist.

Steingrímur benti á að hafa beri í huga að yfirlýsingar stjórnvalda frá því í október hefðu verið sökum tímabundinna og sérstakra aðstæðna í þjóðfélaginu. Fyrr eða síðar muni fyrirkomulagið þó koma til endurskoðunar til framtíðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert