Eldur í þaki íþróttahúss

mbl.is/Júlíus

Eldur kviknaði á þaki íþróttahúss Íþróttafélags fatlaðra að Hátúni 14 í morgun og allar stöðvar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eru nú á vettvangi.

Iðnaðarmenn voru að vinna á þaki hússins. Slökkviliðið er nú að rjúfa þak íþróttahússins til að slökkva eldinn. Talsverðan reyk leggur frá húsinu. 

Fimm slökkviliðsbílar á staðnum, tveir körfubílar og þrír dælubílar og tugir slökkviliðsmanna.

mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina