Lögreglumenn örþreyttir

Lögreglan að störfum
Lögreglan að störfum mbl.is/Jakob Fannar Sigurðsson

„Ég veit ekki hvort almenningur eða stjórnmálamenn átta sig á því að fjárveitingar til lögreglu eru og hafa verið of lágar. Löggæslan þarf, af nauðsyn, að miða sig mjög mikið við skemmtanalíf landsins og afleiðingar áfengisneyslu. Þannig er meiri áhersla lögð á kvöld- og helgarlöggæslu, en að degi til er löggæslan í þvílíku lágmarki að skömm er að.“

Þetta segir Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri í grein sem hann ritar í Morgunblaðið í dag.

„Á svæðum þar sem þúsundir og jafnvel tugþúsundir eru á ferðinni um helgar, að degi til, er löggæsla svipuð og á Hólmavík,“ segir Guðmundur.

Hann segir að almenningur hafi ekki aðgang að lögreglu vegna „venjulegra“ hluta nema á dagvinnutíma á virkum dögum með tilheyrandi óhagræði því lögreglumenn þurfi að reyna að ná hvíld á daginn til að vera í vinnu á kvöld- og næturvöktum. Stundum gangi það ekki upp og lögreglumennirnir séu örþreyttir eftir vaktirnar. 

Lögreglan þarf að sinna ýmsum störfum
Lögreglan þarf að sinna ýmsum störfum mbl.is/Golli
mbl.is/Kristján Kristjánsson
Lögreglan
Lögreglan mbl.is/Heiðar Kristjánsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »