Meira vægi óháðra fulltrúa í sjóðnum

Ómar Stefánsson og Gunnar Birgisson
Ómar Stefánsson og Gunnar Birgisson mbl.is/Rax

Boðað hefur verið til fundar hjá Lífeyrissjóði starfsmanna Kópavogs (LSK) hinn 7. ágúst næstkomandi. Þar stendur til að skipa nýja stjórn sjóðsins og mun umsjónarmaður hans leggja fimm tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins fyrir fundinn. Helst ber þar að nefna breytingar á skipun stjórnarinnar.

Stjórnin verður áfram skipuð fimm mönnum. Tveir þeirra skulu kosnir af sjóðfélögum á ársfundi og skulu ekki koma úr röðum kjörinna bæjarfulltrúa. Tvo kýs bæjarstjórn Kópavogs en fimmti fulltrúinn, formaður stjórnarinnar, skal tilnefndur af stjórn sjóðsins og skal hann vera óháður bæði sjóðfélögum og bæjarstjórn Kópavogsbæjar. Nú kveða samþykktir sjóðsins á um að bæjarstjóri sé formaður stjórnar.

„Þetta kemur til vegna þess að það þurfti að skipa sjóðnum umsjónaraðila og víkja frá stjórn og framkvæmdastjóra,“ segir Elín Jónsdóttir, umsjónarmaður LSK. „Við töldum rétt að skoða hvernig best væri að skipa stjórnina til að tryggja hagsmuni sjóðfélaga og til að draga úr hættu á hagsmunaárekstrum. Tillögurnar fylgja straumum og stefnum dagsins, að auka hlut óháðra stjórnarmanna í fyrirtækjum sem eru talin varða almannahagsmuni eins og lífeyrissjóðir gera.“

Elín er skipuð umsjónarmaður sjóðsins til 19. ágúst. Hún vonast til að málefni sjóðsins verði komin í höfn fyrir þann tíma, en m.a. er unnið að ráðningu nýs framkvæmdastjóra.

Fjárfestingar sjóðsins eru nú til rannsóknar hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »