Hreiðar Már greiðir mest

Hreiður Már Sigurðsson
Hreiður Már Sigurðsson Kristinn Ingvarsson

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings. greiðir hæstu opinberu gjöldin í Reykjavík í ár. Heildargjöld hans nema 157,3 milljónum króna.Þar af greiðir hann 101,2 milljónir króna í tekjuskatt og 56 milljónir króna í útsvar.

Í öðru sæti listans er Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, sem greiðir alls 99,3 milljónir króna í opinber gjöld. Hann greiðir 63,4 milljónir króna í tekjuskatt en 35,8 milljónir í útsvar.

Systkinin Ingunn Gyða og Karl Emil Wernersson eru í fimmta og sjötta sæti listans en þau greiða bæði tæplega 60 milljónir króna í opinber gjöld.

Á síðasta ári greiddi Kristinn Gunnarsson, apótekari, hæstu opinberu gjöld í Reykjavík og jafnframt á landinu öllu, 450.816.061 krónu í heildargjöld. Vilhelm Róbert Wessman, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Actavis, greiddi 284.760.200 krónur í heildargjöld og Hreiðar Már Sigurðsson 275.149.863 krónur.

Í ár er Hreiðar Már sá eini  þremenninganna sem kemst á lista yfir þá tíu sem greiða mest í opinber gjöld í Reykjavík.

Heildargjöld í Reykjavík eru í ár rúmir 94 milljarðar króna.

mbl.is