Söngvarar skjóta bolum í Eyjum

Frá átaki Karlahópsins um Verslunarmannahelgina í fyrra
Frá átaki Karlahópsins um Verslunarmannahelgina í fyrra JIM Smart

Sérstakri bolabyssu eða bolavörpu verður í kvöld beitt í Vestmannaeyjum til að varpa bolum frá Karlahópi Feministafélags Íslands til áhorfenda á tónleikum Sálarinnar og Í svörtum fötum. Munu forsprakkar sveitanna, Stefán „Stebbi Hilmars“ Hilmarsson og Jón Jósep „Jónsi“ Snæbjörnsson sjá um bolavarpið.

Er uppátækið hluti af NEI-átaki Karlahóps Feministafélagins. Tilgangurinn er að vekja athygli á nauðsyn þess að karlar taki ábyrgð í umræðunni um nauðganir.

„Þetta er ekkert hættulegt,“ segir Haukur Valdimarsson hjá karlahópnum og hlær. Bolavarpan er að hans sögn sérhönnuð loftpressa sem varpar bolunum þannig að áhorfendur geti gripið þá.

Karlahópur Feministafélags Íslands er nú staddur á Akureyri og vekur athygli á málstað sínum.

Bolabyssan góða fyrir málun
Bolabyssan góða fyrir málun ljósmynd/Ólafur Arason
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert