Hrannar sendir Joly tóninn

Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins
Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Hrannar Björn Arnarson, aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, sendir Evu Joly tóninn vegna greinar hennar sem birtist í Morgunblaðinu, Daily Telegraph og fleiri erlendum blöðum í gær á Facebook-síðu sinni í dag.

Frá þessu sagði fréttavefurinn Eyjan í gærkvöld.

Á Facebook-síðunni segir orðrétt: „Dettur Evu í hug að þessi grein auki traust á Íslandi erlendis ? Veit hún ekki að megnið af erlendu lánunum (eiginlega allt nema Icesave) er til að styrkja gjaldeyrisforðann og þar myndast eign á móti ? Held hún ætti að halda sig við ráðgjöf við sérstaka saksóknarann og láta aðra um efnahagsmálin.“

Í grein sinni gagnrýnir Joly framkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Breta og Hollendinga í Icesave-málinu og sakar þá um fullkomið miskunnarleysi. Lýsir hún einnig þeirri skoðun sinni að Íslendingar geti ekki staðið undir samningum um málið.

Facebook-síða Hrannars.
Hrannar Björn Arnarsson.
Hrannar Björn Arnarsson.
mbl.is

Bloggað um fréttina