Netverjar æfir yfir lögbanni Kaupþings á RÚV

Viðbrögð netverja við lögbanni á umfjöllun Ríkisútvarpsins um umfangsmiklar lánafyrirgreiðslur Kaupþings til fyrirtækja eigendahóps bankans hafa ekki látið á sér standa. Bloggarar eru yfir sig hneykslaðir og hundruð segjast ætla að hætta viðskiptum við bankann.

Almenningur fer mikinn á netinu og má lesa skoðanir fólks á málinu á hvers kyns bloggsíðum, í athugasemdum og bloggfærslum við fréttir vefmiðla og á hvers kyns samskiptavefjum á borð við Facebook, MySpace og Twitter.

Á Facebook var í gær stofnaður hópur fólks sem hefur eða hyggst hætta viðskiptum við Kaupþing og á hádegi voru meðlimir hans orðnir 187 og fór ört fjölgandi. Nokkuð hratt hefur einnig fjölgað í hópnum „Krafist er þess að ábyrgðir starfsmanna og eigenda Kaupþings“ og fara þar fram umræður um lögbannið.

Í umræðum á vef síðarnefnda hópsins er því velt upp að sýslumaðurinn í Reykjavík sé vanhæfur vegn tengsla sona hans við málið. Synir hans eru þeir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja „og einn helsti talsmaður gömlu bankaklíkunnar“ og Frosti Reyr Rúnarsson, fyrrum forstöðumaður verðbréfamiðlunar Kaupþings og „einn af kúlulánþegum Kaupþings.“

Facebook-hóparnir:

hættum viðskiptum við kaupþing - 187 meðlimir

Krafist er þess að ábyrgðir starfsmanna og eigenda Kaupþings - 604 meðlimir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert