Telja tvöföldun Suðurlandsvegar brýnasta

Suðurlandsvegur í Svínahrauni.
Suðurlandsvegur í Svínahrauni.

Meirihluti þjóðarinnar, eða um 55%,  telur, að tvöföldun Suðurlandsvegar sé brýnasta samgöngubótin um þessar mundir, að því er kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup, sem sagt var frá í fréttum Ríkisútvarpsins.

Fram kom, að meirihluti þátttakenda í fimm kjördæmum af sex töldu breikkun Suðurlandsvegar mikilvægasta. Aðeins í Norðausturkjördæmi taldi meirihlutinn að Vaðlaheiðargöng væru brýnari en fjórðungur svarenda í kjördæminu taldi þó Suðurlandsveg brýnari. 

Í könnuninni voru einnig nefnd tvöföldun Vesturlandsvegar og vegabætur á Vestfjörðum.

Í Þjóðarpúlsinum var einnig spurt um viðhorf fólks til ýmissa málaflokka. Meirihluti fólks kvaðst sáttur við eigið atvinnuástand og fjármál. Óánægjan fór hins vegar vaxandi þegar spurt var um málaflokka eins og opinbera stjórnsýslu á Íslandi, húsnæðisverð og efnahagsmál. 88% aðspurðra sögðu framfærslukostnað of háan eða allt of háan og 94%  sögðu atvinnuástandið almennt óviðunandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert