Sáttmálinn marklaust plagg

Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA.
Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA.

„Forsendur stöðugleikasáttmálans eru brostnar. Hann er marklaust plagg og var raunar allt frá upphafi, innihaldið var ekkert. Það var í raun verið að fífla launþega með því að semja um 6.500 króna launahækkun og skella um leið á þá kjaraskerðingum upp á tugi þúsunda, launalækkunum, gjaldskrárhækkunum og fleiru,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Vilhjálmur þingaði í morgun með forseta bæjarstjórnar Akraness og oddvita Framsóknarflokksins í bæjarstjórn vegna fyrirhugaðra sparnaðaráforma í rekstri bæjarins.

Þeirra á meðal eru verulegar breytingar á vinnutilhögun starfsmanna íþróttamannvirkja og skólaliða sem að mati formanns Verkalýðsfélags Akraness, VLFA, munu hafa umtalsverð áhrif á launakjör þessara hópa. Starfsmenn munu samkvæmt tillögunum lækka í launum um 10% til 15%.

Formaður VLFA sendi fyrir nokkru bæjarráði og bæjarstjórn Akraness bréf þar sem óskað er eftir því að skipaður verði vinnuhópur vegna sparnaðaraðgerðanna. Í þessum vinnuhópi auk bæjaryfirvalda yrðu fulltrúar þeirra stéttarfélaga sem eiga aðild að kjarasamningum við Akraneskaupstað auk trúnaðarmanna.

Oddvitar meirihlutaflokkanna í bæjarstjórn Akraness buðu formanni VLFA á sinn fund í morgun til að ræða fyrirhugaðar aðgerðir.

Sanngirni verði gætt

„Þetta var svo sem ágætur fundur. Ég gerði grein fyrir afstöðu okkar til tillagnanna og gerði alvarlegar athugasemdir við þessa fyrirætlan. Það hefur alltaf verið okkar skilningur að það ætti að slá skjaldborg um þá tekjulægstu. Viðmiðunartalan var 300 þúsund krónur en við höfum dæmi um einstakling sem er með um 280 þúsund krónur í mánaðarlaun sem þarf að sæta skerðingu upp á tæplega fjörutíu þúsund krónur á mánuði. Þetta er ekki sú sanngirni sem við gerum kröfu um að gætt verði,“ segir Vilhjálmur Birgisson.

Stéttarfélagið hefur kallað eftir upplýsingum um hvað forstöðumenn bæjarstofnana, kennarar, starfsmenn í stjórnunarstöðum og æðstu stjórnendur bæjarins þurfa að leggja af mörkum í hagræðingunni. Vilhjálmur segir að verið sé að vinna frekari tillögur á vegum bæjarins og ákveðið hafi verið að funda á ný þegar þeirri vinnu lýkur.

„Það er með hreinustu ólíkindum að það hafi verið undirritaður stöðugleikasáttmáli sem ríkisvaldið, verkalýðshreyfingin, samtök atvinnulífsins og sveitarfélög vitna ítrekað í. Ég velti því fyrir mér hvort það sé stöðugleiki að lækka laun starfsmanna um tugi þúsunda, hækka gjaldskrár sveitarfélaga, jafnvel um tugi prósenta á sama tíma og launafólk má sæta gríðarlegri skerðingu vegna hagræðingaraðgerða. Er þetta það sem menn kalla stöðugleika og státa sig af?;“ spyr formaður VLFA.

Jarðsyngur stöðugleikasáttmálann

Vilhjálmur Birgisson segist jarðsyngja stöðugleikasáttmálann, allar forsendur hans séu foknar út í veður og vind.

„Þetta er bara í mínum huga algjörlega marklaust plagg. Ég tók ekki þátt í gerð þessa plaggs og ég hef alla tíð verið mótfallinn því að fresta umsömdum launahækkunum. En minn skilningur var sá að með undirritun stöðugleikasáttmálans kæmu allir að borðinu. Það væri ekki hægt fyrir ríki, sveitarfélög, verslunareigendur, tryggingafélög og svo framvegis, að varpa öllum sínum vanda beint út í verðlagið á sama tíma og launþegar horfa fram á gríðarlegt tekjutap og stóraukna greiðslubyrði. Þetta er enginn stöðugleiki,“ segir formaður VLFA.

Hann segir að allir verði að koma að borðinu. Það gangi ekki upp að olíufélögin tilkynni um hækkun á eldsneytisverði upp á 4 krónur hvern lítra í dag, meðan starfsmennirnir sem dæla bensíninu þurfi að gefa eftir af sínum launum. Þetta fari beint út í vísitöluna og íbúðalán almennings hækki.

Engin von gefin 

„Ég óttast að ástandið á næstu vikum og mánuðum eigi eftir að verða alveg skelfilegt. Það styttist í að frystingum lána ljúki og öðrum skammtímaaðgerðum sem gripið var til. Þá mun fólk almennt ekki geta staðið undir greiðslubyrðinni. Og það er með ólíkindum að hlusta á félagsmálaráðherra tilkynna fólki það að ekki verði um neinar leiðréttingar á skuldum að ræða. Fólki er ekki gefin nein von. Opinberir aðilar, ríki og sveitarfélög, þau ætla bara að varpa vandanum yfir á launþegana og heimilin í landinu. Þeir tekjulægstu eiga að sitja eftir í launum með stóraukna greiðslubyrði. Þetta endar varla nema með stórri bombu. Ég held að verkalýðshreyfingin ætti að vakna, þetta gengur ekki upp,“ segir formaður VLFA.

Hann segir að það verði að koma fólki til hjálpar. Með einum eða öðrum hætti þurfi að leiðrétta gengistryggð lán sem fólk tók. Þar komi til greina að færa gengisvísitöluna niður og gefa fólki kost á að breyta gengistryggðum lánum í krónulán.

„Það verður a.m.k. að gera eitthvað því fólkið hefur enga möguleika á að mæta sínum vanda með aukinni vinnu eða öðru slíku, því er ekki til að dreifa. Þvert á móti er verið að þrengja að möguleikum fólks til þess, eins og dæmin sanna hér á Akranesi“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Skrifað var undir stöðugleikasáttmálann í Þjóðmenningarhúsinu 25. júní sl.
Skrifað var undir stöðugleikasáttmálann í Þjóðmenningarhúsinu 25. júní sl. mbl.is/Eggert
mbl.is

Innlent »

Blær les Ísfólkið sem verða nú hljóðbækur

19:46 Leikkonan Þuríður Blær Jóhannsdóttir byrjaði í vikunni að lesa upp bækurnar um Ísfólkið en þær verða nú að hljóðbókum. „Ég er svo spennt. Þetta eru 47 bækur, þetta er rosa mikið og mikilvægt hlutverk." Meira »

Mikið framboð af lækna­dópi „sláandi“

19:45 „Mér fannst slá­andi hversu mikið fram­boð er af fíkni­efn­um, sérstaklega af am­feta­mín, kókaín og lækna­dópi og hversu auðvelt það er að kom­ast í þessa hópa ef maður hef­ur áhuga á því,” seg­ir Inga Rut Helgadóttir sem skoðaði sölu fíkni­efna á sam­fé­lags­miðlum. Meira »

Landspítalann aldrei jafn öflugur og nú

19:38 Forstjóri Landspítalans, Páll Matthíasson, segir að spítalinn hafi aldrei verið öflugri en nú og rangt sé að hann ætli að draga úr starfsemi líkt og fram hafi komið í fréttum. Meira »

Tvöfaldur pottur næst

19:27 Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni og verður lottópotturinn tvöfaldur í næstu viku. Einn miðaeigandi var með bónusvinninginn og hlýtur hann 656.100 kr., en miðinn var keyptur í N1, Hafnargötu 86 í Reykjanesbæ. Meira »

Beinbrunasótt greind á Íslandi

18:54 Ungur maður kom í nóvember heim til Íslands eftir að hafa dvalist á Filippseyjum. Hann veiktist á heimleiðinni með hita, skjálfta, niðurgangi og almennum slappleika. Staðfest var með blóðprófi að um beinbrunasótt (Dengue) var að ræða en aðeins einu sinni áður hefur hún greinst hér á landi. Meira »

27 greindust með HIV í fyrra

18:44 Samtals greindust 27 einstaklingar með HIV-sýkingu á árinu 2017. Meðalaldur hinna sýktu er 35 ár (aldursbil 16‒59 ára). Af þeim sem greindust á árinu voru þrjár konur og 18 voru af erlendu bergi brotnir (67%). Meira »

Peningar eru ekki vandamálið

17:44 „Það er mjög óheppilegt að þetta skuli koma upp og hefði verið gott ef menn hefðu hugsað þetta áður en lagt var af stað,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra um stöðuna í millilandaflugi á Akureyri. Meira »

Konu bjargað upp úr gjá

18:06 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og björgunarsveitarfólk komu göngukonu til bjargar í Heiðmörk á sjötta tímanum en konan hafði fallið niður í gjá á gönguleið. Meira »

Ábyrgð samfélagsmiðla nú til umræðu

17:39 Lærdómurinn fyrir íslenska unglinga, sem eru endalaust að senda nektarmyndir af sér í gegnum Snapchat, er sá að þegar fólk áframsendir nektarmyndir af fólki sem er börn í lagalegum skilningi, þá er það að deila barnaklámi,“ segir María Rún Bjarnadóttir, doktorsnemi í lögfræði. Meira »

Sýning fellur niður

17:33 Leiksýningin Himnaríki og helvíti fellur niður á morgun, sunnudaginn 21. janúar, vegna veikinda.  Meira »

Óvissustig í Ólafsfjarðarmúla

16:20 Siglufjarðarvegur er enn lokaður vegna snjóflóðahættu og óvissustig gildir í Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóðahættu, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Veðurspáin hefur hins vegar skánað fyrir morgundaginn. Meira »

Gera kröfu í dánarbú meints geranda

15:32 Óskað verður eftir opinberri rannsókn á meintum fjárdrætti fyrrverandi starfsmanns Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. á árunum 2010-2015. Lögmanni Höfða hefur verið falið að gera kröfu í dánarbú meints geranda. Meira »

Látinn laus í Malaga

14:50 Íslenskum karlmanni á fertugsaldri, sem Fréttablaðið greindi frá því í gær að hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Malaga á Spáni, grunaður um alvarlegt ofbeldisbrot gegn þrítugri eiginkonu sinni, hefur verið sleppt úr haldi. Meira »

Pólitískt val að halda fólki í fátækt

13:43 Málefni öryrkja eru sífellt í brennidepli. Enginn óskar sér að lenda í þeirri stöðu, eins og formaður Öryrkjabandalagsins orðar það, og algjörlega óviðunandi að ákveðinn hópur Íslendinga hafi ekki efni á að lifa mannsæmandi lífi. Meira »

Þarf að greiða alla skuldina

12:46 Hæstiréttur sneri í vikunni við úrskurði héraðsdóms um að lækka skuld fyrrverandi starfsmanns eiginfjárfestinga Landsbankans sem hlaut níu mánaða dóm í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans í febrúar árið 2016. Var manninum gert að greiða 22,6 milljónir í málsvarnarlaun og málskostnað. Meira »

Allt uppselt á innan við klukkustund

14:26 Bræðurnir Daníel Ólafur og Róbert Frímann voru fyrir jól í gönguferð um Gróttu ásamt föður sínum þegar Róbert stakk upp á því að hefja sölu á kakói í Gróttu. Svo bættust kleinur við og í dag mættu þeir í annað skiptið að selja til gesta og gangandi. Þeir hafa vart undan og uppselt var strax. Meira »

Leitar sátta í stjórnarskrármálum

13:18 Fjármálastefna ríkisins verður fyrsta málið sem lagt verður fram á þingi eftir jólafrí. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra en hún var gestur Víglínunnar á Stöð 2 í dag. Þing kemur saman á ný eftir jólafrí á mánudaginn og mun veturinn, að sögn Katrínar, einkennast af því að lagt verði af stað í ýmis stór verkefni til framtíðar, auk þess sem fjármál ríkisins verða fyrirferðarmikil á fyrstu vikum ársins. Meira »

Borgarlínan „skynsamlegasta lausnin“

12:18 Bryndís Haraldsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ, segir að þó að borgarlínan sé ekki lausn við öllu í tengslum við samgöngur á höfuðborgarsvæðinu sé hún „algjörlega hluti af lausninni“. Segir hún að sjálfkeyrandi bílar breyti þar engu um, enda þurfi þeir líka rými á vegunum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í Strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi,raf...
https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
 
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...
Breytt deiliskipulag arnarfelli
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing Breytt deiliskipulag að ...