Auglýst eftir saksóknurum

Eva Joly og Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra.
Eva Joly og Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra. Ómar Óskarsson

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur auglýst laus til umsóknar embætti þriggja sjálfstæðra saksóknara við embætti sérstaks saksóknara skv. lögum um meðferð sakamála er tóku gildi í dag. Saksóknararnir munu starfa skv. lögum um embætti sérstaks saksóknara nr. 135/2008 með síðari breytingum.

Umsóknarfrestur rennur út þann 26. ágúst nk. og er miðað við að skipað verði í stöðurnar eigi síðar en 1. október nk, að því er fram kemur á vef dómsmálaráðuneytisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina